Frjálsíþróttasamband Íslands minnir á formannafund að vori sem fram fer í gegnum Zoom næstkomandi þriðjudagskvöld, 8. apríl, kl. 19:30.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
- Skýrsla stjórnar
- Fjármál: Ársreikningar nýliðins árs og uppfærðar áætlanir vegna 2025
- Afreksmál: Breytt skipulag í afreksmálum og áhrif þess á frjálsíþróttahreyfinguna
- Mótaskrá 2025
- Þátttaka á alþjóðlegum mótum 2025
- Kynning á reglugerðarbreytingum
- 77. íþróttaþing ÍSÍ í Reykjavík
- Önnur mál