Bikarkeppni FRÍ fór fram í Kaplakrika í dag og voru það FH-ingar sem sem stóðu uppi sem sigurvegarar með 145 stig. Í öðru sæti urðu ÍR-ingar með 138 stig og sameiginlegt lið Fjölnis og UMSS var í því þriðja með 123 stig.
Karlamegin var það sameiginlegt lið Fjölnis og UMSS sem sigraði með 76 stig og kvennamegin var það lið FH sem sigraði en þær hlutu einnig 76 stig.
Óskum FH innilega til hamingju með bikarmeistaratitilinn.
Sett var eitt mótsmet, en Erna Sóley Gunnarsdóttir bætti mótsmetið í kúluvarpi þegar hún kastaði 17,17 m og voru keppendur með 57 persónulegar bætingar.
Það var Irma Gunnarsdóttir (FH) sem sigraði í langstökki kvenna með stökki upp á 6,05 m. Í öðru sæti var Christina Alba Marcus Hafliðadóttir (Fjölnir) en hún heldur áfram að bæta sig og bætti sinn persónulega besta árangur um 9 cm og stökk 5,85 en hún átti best 5,76 m frá því á Meistaramóti Íslands um síðustu helgi og þriðja var Helga Fjóla Erlendsdóttir (HSK) sem stökk 5,30 m.
Það var Grétar Björn Unnsteinsson (Fjölnir) sem sigraði í stangarstökki karla en hann stök 4,50 m. Í öðru sæti var Úlfar Jökull Eyjólfsson (Ármann) sem stökk 4,10 m, og er það engin smá bæting hjá honum en hann átti áður 3,83 m frá því á Meistaramóti Íslands um síðustu helgi. Í þriðja sæti var Þorsteinn Kristínn Ingólfsson (FH) en hann stökk 4,00 m.
Það var María Rún Gunnlaugsdóttir (ÍR) sem sigraði hástökk kvenna en hún stökk 1,68 m. Í öðru sæti, einnig með stökk upp á 1,68, var Marsibil Þóra Í Hafsteinsdóttir (FH) og í því þriðja var Guðrún Hanna Hjartardóttir (UFA) sem stökk 1,60 m.
Það var Þorleifur Einar Leifsson (Breiðablik) sem sigraði 60 m grindahlaup karla og hljóp hann á 8,26 sek. Annar var Ísak Óli Traustason (UMSS) á tímanum 8,33 sek. og Ívar Kristinn Jasonarson (ÍR) var þriðji á tímanum 8,51 sek., sem er persónuleg bæting um eitt sekúndubrot frá því á Meistaramóti Íslands um síðustu helgi.
Það var Ísold Sævarsdóttir (FH) sem sigraði 60 m grindahlaup kvenna og hljóp hún á 8,79 sek. Önnur var Hekla Magnúsdóttir (ÍR) á tímanum 9,13 sek. og Lena Rún Aronsdóttir (FH) var þriðja á tímanum 9,50 sek, sem er persónuleg bæting, en hún átti best 9,66 sek frá því á Meistaramóti Íslands 15-22 ára sem var um miðjan febrúar sl.
Daníel Ingi Egilsson (FH) sigraði langstökk karla en hann stök 7,16 m. Í öðru sæti var Þorleifur Einar Leifsson (Breiðablik) sem stökk 6,87 m og í því þriðja, með persónulega bætingu, var Arnar Logi Brynjarsson (ÍR) með stökki upp á 6,58 m, en það er bæting um 18 cm en hann átti best 6,38 frá því á Meistaramóti 15-22 ára frá því um miðjan febrúar sl.
Það var Gylfi Ingvar Gylfason (FH) sem sigraði 60 m hlaup karla og hljóp hann á 6,97 sek. Annar á persónulegu meti var Þorleifur Einar Leifsson (Breiðablik) á tímanum 7,04 sek, en hann átti best 7,10 frá því í desember sl. og Sveinbjörn Óli Svavarsson (UMSS) var þriðji á tímanum 7,06 sek.
Guðni Valur Guðnason (ÍR) sigraði kúluvarp karla en hann kastaði 17,67 m. Í öðru sæti var Sindri Lárusson (UFA) sem kastaði 14,91 m og í því þriðja var Örn Davíðsson (Selfoss) með kasti upp á 14,90 m.
Það var María Helga Högnadóttir (FH) sem sigraði 60 m hlaup kvenna og hljóp hún á 7,54 sek, sem er persónuleg bæting um tvö sekúndubrot en hú átti best 7,56 frá því á Meistaramóti Íslands um síðustu helgi. Önnur var Eir Chang Hlésdóttir (ÍR) á tímanum 7,58 sek. og Lena Rún Aronsdóttir (FH) var þriðja á tímanum 7,83 sek.
Það var Daði Arnarson (Fjölnir) sem sigraði 1500 m hlaup karla og hljóp hann á 4:06,87 mín. Annar var Kristinn Þór Kristinsson (Selfoss) á tímanum 4:07,15 mín. og Arnar Pétursson (Breiðablik) var þriðji á tímanum 4:07,20 mín.
Ægir Örn Kristjánsson (Breiðablik) sigraði hátökk karla en hann stök 1,90 m. Í öðru sæti var Kári Ófeigsson (FH), á persónulegu meti en hann stökk einnig 1,90 m, en hans besti árangur var 1,86 m. Í þriðja sæti var Guðjón Dunbar Diaquoi Þorsteinsson (Fjölnir) með stökki upp á 1,85 m.
Það var Irma Gunnarsdóttir (FH) sem sigraði þrístökk kvenna með stökki upp á 12,91 m. Í öðru sæti var Anna Metta Óskarsdóttir (Selfoss) sem stökk 11,46 m og í því þriðja var Hekla Sif Magnúsdóttir (FH) með stökki upp á 10,97 m.
Það var Íris Dóra Snorradóttir (FH) sem sigraði 1500 m hlaup kvenna og hljóp hún á 4:43,45 mín. Önnur, á persónulegu meti, var Helga Lilja Maack (ÍR) á tímanum 4:46,32 mín, en hún átti best 4:46,32 frá því á Meistaramóti Íslands um síðustu helgi. Þriðja, var Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir (UFA) á tímanum 4:46,68 mín.
Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR) sigraði kúluvarp kvenna en hún kastaði 17,17 m, sem er mótsmet. Í öðru sæti, með virkilega góða persónulega bætingu, var Katharina Ósk Emilsdóttir (ÍR) sem kastaði 13,23 m, en hennar fyrri besti árangur var 12,60 m. Í þriðja sæti var Irma Gunnarsdóttir (FH) með kast upp á 13,06 m.
Það var Sæmundur Ólafsson (Fjölnir) sem sigraði 400 m hlaup karla og hljóp hann á 49,23 sek. Annar var Kjartan Óli Bjarnason (Fjölnir) á tímanum 50,07 sek, sem er persónuleg bæting, en hans besti tími var 50,41 sek frá því í desember sl. og Patrekur Ómar Haraldsson (Breiðablik) var þriðji á tímanum 50,45 sek, sem einnig er persónuleg bæting en hans besti tími var 51,68 sek frá því á Meistaramóti Íslands 15-22 ára frá því um miðjan febrúar sl.
Eir Chang Hlésdóttir (ÍR) sigraði 400 m hlaup kvenna og hljóp hún á 55,32 sek. Önnur var Ísold Sævarsdóttir (FH) á tímanum 55,83 sek, sem er persónuleg bæting en hennar besti tími var 56,51 sek og Vilhelmína Þór Óskarsdóttir (Fjölnir) var þriðja á tímanum 58,40 sek.
Það var Guðjón Dunbar Diaquoi Þorsteinsson (Fjölnir) sem sigraði þrístökk karla með stökki upp á 14,00 m. Í öðru sæti var Hjálmar Vilhelm Rúnarsson (Selfoss) sem stökk 12,68 m og í því þriðja var Egill Atlason Waagfjörð (Katla) en hann stökk 12,65 m.
í 4×200 m boðhlaupi karla var það sveit ÍR sem sigraði á tímanum 1:28,08 mín. Sveit FH var í öðru sæti á tímanum 1:31,95 mín og sveit Fjölnis/UMSS var í því þriðja á tímanum 1:33,04 mín.
í 4×200 m boðhlaupi kvenna var það sveit ÍR sem sigraði á tímanum 1:41,95 mín. Sveit FH var í öðru sæti á tímanum 1:44,10 mín og sveit Fjölnis/UMSS var í því þriðja á tímanum 1:45,70 mín.
Frábær bikarkeppni í frjálsíþróttum að baki og óskum við öllu þessu flotta íþróttafólki til hamingju með árangurinn sinn.
Heildarúrslit mótsins má sjá hér.
Myndir frá mótinu munu koma inn á Flickr síðu FRÍ.