Elísabet sjöunda á nýju Íslandsmeti

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Elísabet sjöunda á nýju Íslandsmeti

Elísabet Rut Rúnarsdóttir (ÍR) var rétt í þessu að bæta eigið Íslandsmet í sleggjukasti á bandaríska háskólameistaramótinu í Austin, Texas. Eftir þrjár umferðir náði hún síðasta sætinu í níu kvenna úrslitum með kasti upp á 64,93m. Hún fékk þar með þrjú köst til viðbótar og var í níunda sæti fram að síðastu tilraun. Þar kastaði hún 66,98m sem skilaði henni sjöunda sætinu og nýju Íslandsmeti. Fyrra metið var 65,53m sem hún setti í byrjun maí á þessu ári. Þetta er fyrsta háskólaár Elísabetar í bandaríkjunum og hefur hún átt glæsilegt fyrsta tímabil.

Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir (ÍR) varð í fimmtánda sæti með kasti upp á 63,62m. Hún hefur einnig átt stórkostlegt tímabil í bandaríkjunum en hún er á sínu öðru háskólaári. Guðrún byrjaði tímabilið með bestan árangur upp á 60,14m og hefur nú kastað lengst 65,42m lengst í ár.

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Elísabet sjöunda á nýju Íslandsmeti

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Dæmi um leit