Einar Vilhjálmsson heiðursgestur á fjölmennum Silfurleikum ÍR næstkomandi laugardag

Einar að tryggja sér 6. sætið á Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984.

Penni

< 1

min lestur

Deila

Einar Vilhjálmsson heiðursgestur á fjölmennum Silfurleikum ÍR næstkomandi laugardag

Spjótkastarinn Einar Vilhjálmsson verður heiðursgestur Silfurleika ÍR sem fara fram næstkomandi laugardag, 16. nóvember, en hann er sonur Vilhjálms Einarssonar sem Silfurleikarnir eru tileinkaðir.

Afreksferill Einars er langur en hann er handhafi Íslandsmets karla í spjótkasti 86,80 m, sem staðið hefur frá árinu 1992. Hann setti bandarískt háskólameistaramótsmet árið 1983, bandarískt háskólamet árið 1984, Norðurlandamet árið 1987 og Evrópumeistaramótsmet árið 1990.

Einar vann til yfir 10 gullverðlauna á Grand Prix stórmótaröðum IAAF frá 1985-1991. Hann náði 6. sæti á Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984.  Einar var kosinn íþróttamaður ársins árin 1983, 1985 og 1988 og árið 2021 var hann útnefndur í Heiðurshöll ÍSÍ.

Undanfarin 15 ár hefur Einar miðlað af þekkingu sinni og reynslu sem spjótkastsþjálfari hjá ÍR með góðum árangri.

Ennþá er opið fyrir skráningu á Silfurleikana og fer hún fram hér.

Penni

< 1

min lestur

Deila

Einar Vilhjálmsson heiðursgestur á fjölmennum Silfurleikum ÍR næstkomandi laugardag

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit