Daníel Ingi hefur lokið keppni á sínu fyrsta stórmóti innanhúss

Penni

2

min lestur

Deila

Daníel Ingi hefur lokið keppni á sínu fyrsta stórmóti innanhúss

Daníel Ingi Egilsson hóf keppni fyrstur Íslendinganna á Evrópumeistaramótinu í Apeldoorn, sem hófst núna í kvöld. Daníel Ingi keppti þar í langstökki ásamt besti lagstökkvurum álfunnar, en þetta er hans fyrsta stórmót innanhúss. Hann átti bara ágætis stökkseríu, og gerði öll stökkin sín þrjú gild og bætti sig í hverju stökki og endaði á að stökkva lengst 7,40 m sem er hans næstlengsta stökk innanhúss og endaði hann í 16. sæti. Til að komast beint í úrslit þurfti að stökkva 8 metra og komumst átta efstu áfram í úrslit, sá sem var áttundi í úrslit stökk 7,81 m.

En hvað hefur Daníel Ingi að segja eftir árangur kvöldsins?

“Sáttur við þrjú gild stökk en hefði viljað stökkva lengra. Mitt fyrsta stórmót innanhúss og er með markið að stökkva á fleirum og gera enn betur.”

Við óskum Daníel Inga til hamingju með hans fyrsta stórmót innanhúss og vonum að þetta sé bara það fyrsta af mörgum.

Látum nokkrar myndir frá keppni kvöldsins fylgja með.

Penni

2

min lestur

Deila

Daníel Ingi hefur lokið keppni á sínu fyrsta stórmóti innanhúss

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit