Arnar Pétursson og Rannveig Oddsdóttir Íslandsmeistarar í hálfu maraþoni árið 2025

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Arnar Pétursson og Rannveig Oddsdóttir Íslandsmeistarar í hálfu maraþoni árið 2025

Meistaramót Íslands í hálfu maraþoni fór fram í núna í kvöld í fallegu sumarveðri, samhliða Akureyrarhlaupi Mizuno og atNorth.

Arnar Pétursson (Breiðablik) og Rannveig Oddsdóttir (UFA) stóðu uppi sem sigurvegarar og eru því Íslandsmeistarar í hálfu maraþoni árið 2025 og óskum við þeim innilega til hamingju með það. Arnar hljóp hálfa maraþonið á 1:09,33 klst og Rannveig kom í mark á 1:25,34 klst, sem er nýtt aldursflokkamet í flokki 50-54 ára. Ekki amalegt hjá Rannveigu, sem var að hlaupa sitt 25. Akureyrarhlaup, þvílíka hlaupakempan sem hún er.

Annar í karlaflokki var Stefán Kári Smárason (FH) á tímanum 1:12,02 klst og þriðji var Daníel Þór Ágústsson (Breiðablik) á 1:14,11 klst.

Í kvennaflokknum var Linda Heiðarsdóttir (ÍR) önnur á tímanum 1:31,25 klst.

Heildarúrslit hlaupsins má sjá hér.

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Arnar Pétursson og Rannveig Oddsdóttir Íslandsmeistarar í hálfu maraþoni árið 2025

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit