Aðventumót Ármanns

Penni

< 1

min lestur

Deila

Aðventumót Ármanns

Helgina 14.-15. desember nk. fer Aðventumót Ármanns fram í frjálsíþróttasal Laugardalshallarinnar. Aðventumótið hefur heldur betur fest sig í sessi sem fastur punktur á aðventunni fyrir frjálsíþróttafólk á öllum aldri.

Laugardagurinn, 14. desember, byrjar á fjölþrautarfjöri fyrir 10-15 ára (börn fædd 2009-2014), þar sem gleði og gaman munu ráða ríkjum. Greinar í fjölþrautinni eru 60 m hlaup, langstökk, kúluvarp og 600/800 m hlaup.

5.-6. bekkur
08:30-09:00Upphitun, afhending keppnisnúmera
09:00-10:30Keppni í öllum greinum fjölþraut
10:30-10:45Verðlaunaafhending
7.-8. bekkur
10:30-11:00Upphitun, afhending keppnisnúmera
11:00-12:30Keppni í öllum greinum fjölþraut
12:30-12:45Verðlaunaafhending
9.-10. bekkur
12:30-13:00Upphitun, afhending keppnisnúmera
13:00-14:30Keppni í öllum greinum fjölþraut
14:30-14:45Verðlaunaafhending

Seinni hluta laugardags verður svo keppni 15 ára og eldri í neðangreindum greinum, með fyrirvara um breyingar þegar skráningar liggja fyrir. Endanlegur tímaseðill verður birtur miðvikudaginn 11. desember.

TímiKarlarTímiKonur
14:30Stangarstökk, stökkhópur 114:30Stangarstökk, stökkhópur 1
15:0060 m hlaup15:00Langstökk
15:00Kúluvarp15:00Hástökk
15:00Kúluvarp 5 kg15:3060 m hlaup
15:45Stangarstökk, stökkhópur 215:45Stangarstökk, stökkhópur 2
16:00Hástökk15:45200 m hlaup
16:00Þrístökk16:00Þrístökk
16:15200 m hlaup16:00Kúluvarp
17:00400 m hlaup16:00Kúluvarp 3 kg
16:45400 m hlaup

Á sunnudeginum, 15. desember, verður svo þrautabraut fyrir 6-9 ára (börn fædd 2015-2018) og þar mun gleðin heldur betur ríkja.

1.-4. bekkur
09:30-10:00Mæting, raðað í hópa og fyrirkomulag kynnt
10:00-11:00Fjölþraut með fjölbreyttum viðfangsefnum
11:00-11:15Afhending þátttökuviðurkenninga

Skráning á mótið fer fram hér. Skráningargjald hækkar kl. 23:59 annað kvöld, á laugardagskvöldi.

Hvetjum öll til að skrá sig og taka þátt í þessu skemmtilega móti um næstu helgi.

Sjá nánar um mótið hér.

Penni

< 1

min lestur

Deila

Aðventumót Ármanns

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit