Í gær hófst Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (EYOF) í Banská Bystrica í Slóvakíu. Um 3.000 þátttakendur frá 48 löndum í Evrópu taka þátt á hátíðinni og verður keppt í 10 íþróttagreinum. Ísland sendir 38 keppendur í 8 íþróttagreinum og eru fjórir keppendur skráðir til leiks í frjálsum íþróttum. Arnar Logi Brynjarsson (ÍR) keppir í 100 og 200 metra hlaupi. Arnar á aldursflokkametið (15 ára) í báðum greinum og í 200 metra hlaupi innnanhúss. Met Arnars í 100 m hlaupi er 11,27 sek. og í 200m 23,16 sek. utanhúss og 22,99 sek. innnanhúss. Birna Jóna Sverrisdóttir (Höttur) keppir í sleggjukasti og er hennar persónulegi besti árangur 51,65 metrar. Hekla Magnúsdóttir (Ármann) keppir í langstökki en hún á best 5,53 metra sem hún stökk innanhúss í vetur. Ísold Sævarsdóttir (FH) keppir í sjöþraut en hún keppti nýverið á Norðulandameistaramóti í sjöþraut í 16-17 ára flokki en hún keppir í 15 ára flokki. Hún náði þar 4872 stigum. Ísold á aldursflokkamet í sjöþraut með kvennaáhöldum í 15 ára flokki sem er 4357 stig.
Dagskrá íslensku keppendana (tímasetningar eru á staðartíma +2):
Mánudagur 25.7
17:00 Arnar Logi / 100m / riðlar
17:20 Hekla / langstökk / Undankeppni
Þriðjudagur 26.7
17:55 Hekla / langstökk / úrslit
20:20 Arnar / 100m / úrslit
Fimmtudagur 28.7
10:00 Ísold / sjöþraut / 100m grind
11:00 Arnar / 200m / riðlar
11:10 Ísold / sjöþraut / hástökk
18:00 Ísold / sjöþraut / kúluvarp
19:00 Birna / sleggkukast / úrslit
19:30 Ísold / sjöþraut / 200m
Föstudagur 29.7.
10:00 Ísold / sjöþraut / langstökk
17:30 Ísold /sjöþraut / spjótkast
19:15 Ísold / sjöþraut / 800m
19:35 Arnar / 200m / úrslit