Vertíð Víðavangshlaupa (XC) er að bresta á með mótaröðum á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri nk. laugardag 28. september.
Við hvetjum sem flesta að mæta til leiks einkum þá sem vilja hlaupa fjarri malbiki. Prófa að taka þátt í víðavangshlaupi og fá nasaþef á því hvað er svona merkilegt og skemmtilegt við slíka viðburði. Víðvangshlaup eru elsta keppnisgrein frjálsra íþrótta og gífurlega vinsæl t.d. í bandarískum háskólum og eigum við ekki von á öðru en þessi rótgróna gamla grein langhlaupa muni vaxa enn frekar á næstu árum í ljósi áhuga hlaupara á að hlaupa utan malbiks.
Höfuðborgarsvæðið
Fyrsti viðburður í mótaröð Fætur toga og Framfara fer fram við Kjarrhólma í Kópavogi. Hlaupið hefst kl. 10 og hlaupin einn 1500 m hringur í styttri leiðinni en fjórir 1500 hringir í lengri leiðinni (sjá kort af hlaupaleiðinni). Alls verða viðburðir innan mótaraðarinnar þrír (sjá nánar) og fer skráning fram hér.
Akureyri
Fyrsti viðburður í mótaröð á vegum Fjallahlauparaþjálfunar hefst á túninu rétt sunnan við Hamra tjaldstæði. Hlaupin er einn 1,1 km hringur í styttri vegalengdinni en fimm hringir í lengri vegalengdinni (5,5 km). Hlaupið hefst kl.10 og ekki þörf á að skrá sig til þátttöku (sjá nánar)
Meistaramót í Víðvangshlaupi Íslands fer fram í Laugardalnum 19. október – um að gera að spreyta sig í framangreindum mótaröðum og taka þátt í meistaramótinu!
Fulltrúar Íslands keppa þann 10. nóvember á Norðurlandameistaramóti í XC í Hakunila, Finnlandi. Verið er að skipa liðið þessa stundina og verða fulltrúar Íslands eru:
KK
Baldvin Magnússon UFA
Arnar Pétursson Breiðablik
Stefán Kári Smárason Breiðablik
Kvk
Andrea Kolbeinsdóttir ÍR
Halldóra Huld Ingvarsdóttir FH
Kvk u20
Helga Lilja Maack ÍR