Um 800 börn og fjölskyldur þeirra í Fjölskylduhlaupi TM og FRÍ sl. laugardag

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Um 800 börn og fjölskyldur þeirra í Fjölskylduhlaupi TM og FRÍ sl. laugardag

Það var ofsalega mikil og góð stemming í Elliðaárdalnum sl. laugardag, 24. maí, þegar Fjölskylduhlaup TM og FRÍ var haldið þar í annað sinn. Það voru um 800 börn og fjölskyldur þeirra sem tóku þátt og var sá fjöldi framar allra björtustu vonum.

Fjölskylduhlaupið í ár var 1500 m hringur um skógarstíga Elliðarárdals, þar sem hlaupið var á göngustígum, malarstígum og einnig þurfti að fara yfir litla lækjarsprænu, smá víðavangshlaupabragur á þessu. Íris Anna, landsliðskona í 1500 m hlaupi til margra ára, var undanfari og frábært fyrir krakkana að fylgja þeirri flottu fyrirmynd í gegnum hlaupið. Íris Anna er einmitt að fara að keppa í 1500 m hlaupi á Smáþjóðaleikunum í Andorra núna nk. fimmtudag, 29. maí.

Krakkarnir komu kát og skælbrosandi í mark og fengu medalíu, þátttökuglaðning og hressingu að hlaupi loknu.

VÆB bræður mættu á svæðið fyrir hlaup og tóku nokkur lög og hituðu mannskapinn upp og þeir sannarlega trylltu lýðinn, og öll komin í mikið stuð þegar hlaupið var ræst.

Virkilega gaman að halda svona flottan hlaupaviðburð fyrir krakka á öllum aldri sem mörg hver eru mjög áhugasöm um hlaup og því mikilvægt að bjóða upp á skemmtileg og fjölbreytt hlaup fyrir okkar yngstu íþróttaálfa.

Ljósmyndari FRÍ var á staðnum og festi stuðið og stemminguna á filmu, en myndirnar má sjá inn Flickr síðu FRÍ.

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Um 800 börn og fjölskyldur þeirra í Fjölskylduhlaupi TM og FRÍ sl. laugardag

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit