Stórmótahópur ungmenna

Birna Jóna Sverrisdóttir, Ísold Sævarsdóttir og Eir Chang Hlésdóttir eru allar partur af stórmótahópi ungmenna

Penni

2

min lestur

Deila

Stórmótahópur ungmenna

Stórmótahópur ungmenna er fyrir ungmenni 16-22 ára sem eru að stíga sín fyrstu skref á aljóðlegum stórmótum í ungmennaflokki, og markmiðið með hópnum er að styðja við þetta framtíðar afreksfólk Íslands í frjálsíþróttum og þjálfara þeirra.

Unglinganefnd FRÍ ber ábyrgð á að móta ramma utan um starf hópsins og viðmið fyrir vali í hópinn. Starfsfólk FRÍ er aftur á móti ábyrgt fyrir því að taka saman hverjir eru í hópnum. Það skal gert jafnóðum yfir árið eftir því sem íþróttafólk nær þeim árangri sem þarf samkvæmt reglum hópsins.

Stórmótahópur ungmenna er fyrir það íþróttafólk sem hefur sýnt að þeir geta unnið sér inn keppnisrétt á alþjóðlegum stórmótum (Evrópu- og heimsmeistaramótum og öðrum stórmótum) í ungmennaflokkum U18, U20 og U23 (16-22 ára). Íþróttamaður getur verið í hópnum frá 5. janúar almanaksárið sem hann verður 16 ára og til áramóta árið sem hann verður 22 ára, nái hann gildandi viðmiðum í hópinn hverju sinni. Hópurinn er endurskoðaður og birtur í janúar ár hvert.

Viðmið í Stórmótahóp ungmenna eru ávallt byggð á nýjustu lágmörkum sem gefin eru út fyrir alþjóðleg stórmót í hverjum aldursflokki. Ný lágmörk eru birt jafn óðum og þau eru gefin út.

Íþróttafólk sem nær viðeigandi viðmiðum inn í stórmótahóp ungmenna er tekið inn í hópinn jafnóðum yfir tímabilið sem viðmiðin gilda fyrir. Tvær leiðir eru fyrir íþróttafólk til að tryggja sér sæti í stórmótahóp ungmenna:

  • Lágmarki náð á alþjóðlegt mót: Íþróttamaður nær lágmarki á alþjóðlegu móti ungmenna (EM, HM eða önnur alþjóðleg mót með lágmörkum) innan þess lágmarka tímabils sem gefið er út.
  • Íþróttamaður nær lágmarki á alþjóðlegu móti og keppir á því: Íþróttamaður sem keppir á alþjóðlegum mótum ungmenna árið á undan heldur sæti sínu í stórmótahópi ungmenna. Þetta þýðir að þegar nýr hópur er birtur í janúar þá eru þeir íþróttamenn sem kepptu á alþjóðlegu móti árið á undan áfram í hópnum.

Penni

2

min lestur

Deila

Stórmótahópur ungmenna

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit