Um næstu helgi, 18.-19. janúar, fer Stórmót ÍR fram í Laugardalshöllinni.
Stórmót ÍR er löngu orðið vel merkt á dagatölum frjálsíþróttaunnenda landsins enda stærsti árvissi frjálsíþróttaviðburður á Íslandi og er í ár haldið í 28. sinn.
Mótið er fyrir allan aldur, frá 8 ára og yngri og upp í karla-og kvennaflokk, og er boðið upp á keppni í ýmsum greinum frjálsíþrótta
Skráning á mótið fer fram inn á netskraning.is og er þátttökugjaldið eftirfarandi:
- 12 ára og yngri – 8.500 kr
- 13 – 15 ára – 8.500 + 1.650 kr á grein
- 16 ára og eldri – 8.500 + 2.000 kr á grein
~40% afsláttur til og með 14. janúar og svo fullt gjald eftir það.
Nánari upplýsingar um mótið má sjá hér.