Starfshópur um uppbyggingu þjóðarleikvangs í frjálsíþróttum í Laugardal

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Starfshópur um uppbyggingu þjóðarleikvangs í frjálsíþróttum í Laugardal

Mennta-og barnamálaráðherra hefur nú skipað starfshóp um uppbyggingu þjóðarleikvangs í frjálsíþróttum í Laugardal. Starfshópurinn er skipaður sbr. viljayfirlýsingu sem undirrituð var 2. september sl. um framtíðaruppbyggingu þjóðarleikvanga fyrir frjálsíþróttir og knattspyrnu. Sú viljayfirlýsing var undirrituð af forsætisráðherra, mennta-og barnamálaráðherra, fjármálaráðherra, Reykjavíkurborg, Frjálsíþróttasambandi Íslands og Knattspyrnusambandi Íslands.

Verkefni starfshópsins eru m.a. að:

  • Yfirfara fyrirliggjandi gögn sem tengjast uppbyggingu þjóðarleikvangs í frjálsíþróttum.
  • Afla frekari gagna sem varða grundvöll uppbyggingarinnar.
  • Vinna að útfærslu hugmynda sem fram koma í skýrslu starfshóps um þjóðarleikvang í frjálsíþróttum frá árinu 2021.
  • Staðfesta staðarval fyrir nýjan þjóðarleikvang í frjálsíþróttum.
  • Stilla upp tímasettri áætlun vegna framkvæmda við uppbyggingu mannvirkisins.
  • Vinna að greiningu á kostnaði við uppbyggingu og rekstur mannvirkis.
  • Leggja fram drög að samkomulagi um eignarhald og skiptingu kostnaðar við uppbyggingu og rekstur mannvirkisins.
  • Skoða sérstaklega hvernig aðgengi frjálsíþróttafólks að mannvirkjum er tryggt á uppbyggingartíma.

Starfshópinn skipa eftirfarandi:

  • Gunnar Svavarsson, formaður
  • Freyr Ólafsson
  • Þórey Edda Elísdóttir
  • Ámundi V. Brynjólfsson
  • Helga Friðriksdóttir
  • Oddný Kristinsdóttir (varamaður)
  • Sigurður Haraldsson (varamaður)
  • Guðni Guðmundsson (varamaður)
  • Þórhildur Lilja Ólafsdóttir (varamaður)

„Skipun starfshópsins er mikið gleðiefni fyrir frjálsíþróttahreyfinguna. Stærra og meira en margir gætu haldið. Þetta er nefnilega framkvæmdarnefnd um uppbyggingu! Frjálsíþróttaaðstaðan er nú þegar farin af Laugardalsvelli og því mikilvægt að uppbyggingu ljúki sem fyrst. Erum sannarlega þakklát miklum áhuga bæði ríkis og borgar að láta þá drauma rætast. Þjóðarleikvangurinn verður mikilvægur þáttur í öllu afreksstarfi í frjálsíþróttum, uppbyggingu Afreksmiðstöðvar Íslands, en verður einnig mikilvæg lyftistöng fyrir frjálsíþróttir barna- og unglinga í Laugardal og nágrenni. Við höfum fundið fyrir sterkri þverpólitískri samstöðu í eflingu og uppbyggingu í afreksmálum og táknrænt að þessi nefnd skuli hefja störf einmitt nú við stjórnarskipti“, segir Freyr Ólafsson formaður Frjálsíþróttasambands Íslands spurður út í starfshópsinn og þá uppbyggingu sem framundan er.

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Starfshópur um uppbyggingu þjóðarleikvangs í frjálsíþróttum í Laugardal

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit