Það er með mikilli ánægju sem FRÍ segir frá ráðningu nýs útbreiðslustjóra sambandsins, Soffíu Svanhildar Felixdóttur. Hlutverkið er sérlega mikilvægt nú þegar félög FRÍ, hlaupahópar, hlaupahaldarar, þurfa sem mest á stuðningi að halda við sína uppbygginu og útbreiðslu. Auk framangreinds stuðnings þá verða útbreiðsluverkefni Soffíu tengd Krakka-frjálsum og fræðslumálum, en síðast en ekki síst að verða ritstjóri sambandsins.
Soffía æfði og keppti í frjálsíþróttum alla sína æsku, sat í stjórn frjálsíþróttadeildar ÍR og hefur einnig komið að margvíslegu viðburðahaldi hjá deildinni. Þá hefur Soffía starfað sem frjálsíþróttaþjálfari í 17 ár og sinnir enn þjálfun yngri barna við íþróttaskóla ÍR.
Auk þjálfaramenntunar lagði Soffía stund á nám í íslensku, er með BSc próf í sálfræði, MSc gráðu í umhverfis og auðlindafræði, auk diplómu í jákvæðri sálfræði.
Soffía hefur þegar hafið störf og FRÍ býður hana velkomna til starfa.