Nýjung á www.fri.is – fræðslumál

Penni

< 1

min lestur

Deila

Nýjung á www.fri.is – fræðslumál

Í byrjun vikunnar settum við í loftið nýjan hluta á www.fri.is: fræðslumál.

Þetta er búið að vera í bígerð í nokkra mánuði, og er ennþá í vinnslu. Síðan er samt komin á þann stað að við vildum henda henni í loftið, en áfram verður unnið að því að setja efni þarna inn.

Þessi hluti er hugsaður fyrir allskyns fræðsluefni sem tengist frjálsíþróttum, hvort sem það er fyrir þjálfara, íþróttakennara, dómara, iðkendur o.s.frv.

Þar sem um verk í vinnslu er að ræða þá má gjarnan koma með hugmyndir af efni sem gott og gagnlegt væri að hafa þarna inni.

Þeir flokkar sem þegar er verið að vinna í tengt þessu eru:

  • Þjálfarafræðsla
    • Hér má finna ýmislegt gagnlegt sem tengist þjálfaranámskeiðum FRÍ sem og annað áhugavert fræðsluefni tengt frjáslíþróttum.
    • Markmiðið er að setja ýmislegt lesefni tengt frjálsíþróttaþjálfun þarna inn og nú þegar er komið skjal undir þjálfaranámskeið 1.
  • Krakkafrjálsar
    • Hér verður að finna allskyns gagnlega hlekki sem tengjast Krakkafrjálsum (e. Kids Athletics).
  • Dómaramál
    • Hlekkur inn á virkilega góða vefsíðu sem Björgvin Brynjarsson, formaður dómaranefndar FRÍ, hefur unnið að og inniheldur mikið af góðu efni vegna dómgæslu í frjálsíþróttum.
  • E-learning
    • Hér verður að finna hlekki inn á allskyns skemmtilegt og áhugavert fræðsluefni hjá Alþjóða frjálsíþróttasambandinu sem og Evrópska frjálsíþróttasambandinu. En bæði samböndin eru með fjög flott E-learning svæði þar sem koma inn allskyns opin fræðsluerindi og fyrirlestrar.

Ítrekum að síðan er enn í vinnslu og Frjálsíþróttasambandið tekur ánægt á móti tillögum og athugasemdum um fræðsluhlutann.

Penni

< 1

min lestur

Deila

Nýjung á www.fri.is – fræðslumál

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit