Meistaramót Íslands í maraþoni fer fram samhliða Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka á laugardaginn – allar keppnisvegalengdir eru FRÍ vottaðar

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Meistaramót Íslands í maraþoni fer fram samhliða Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka á laugardaginn – allar keppnisvegalengdir eru FRÍ vottaðar

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram núna á laugardaginn, 23. ágúst, og er það stærsti hlaupaviðburður á Íslandi og munu þúsundir hlaupara á öllum aldri og getustigum spretta úr spori í ólíkum vegalengdum. Allar keppnisvegalengdirnar í hlaupinu, 10 km, 21,1 km og 42,2 km, eru FRÍ vottaðar, en athugið þó að aðeins þau sem eru með svokallaðan keppnismiða fá árangur sinn skráðan í afrekaskrá FRÍ.

Meistaramót Íslands í maraþoni fer fram samhliða Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Allir skráðir þátttakendur keppnishluta hlaupsins eru sjálfkrafa skráðir þátttakendur í Íslandsmeistaramótinu. Athugið þó að einungis íslenskur ríkisborgari skráður í aðildarfélag FRÍ getur orðið Íslandsmeistari og átt tilkall til verðlauna. Einnig er gerð krafa um félagsbúning, þannig að við hvetjum öll sem ætla að keppa um Íslandsmeistaratitil í sínum aldursflokki að mæta í félagsbúning í hlaupið.

Meðal skráðra keppenda í maraþoninu í ár er Íslandsmethafinn sjálfur Hlynur Andrésson en Íslandsmet hans er frá því í mars 2021 þegar hann hljóp á 2:13,37 klst. Það verður virkilega gaman að fylgjast með honum á laugardaginn en hann hljóp frábært 10.000 m hlaup á braut um síðustu helgi þegar hann varð Íslandsmeistari í greininni.

Svo má geta þess að Baldvin Þór Magnússon mun keppa í 10 km hlaupinu á laugardaginn en hann er einmitt Íslandsmethafi í vegalengdinni en Íslandsmet hans er 28:51 mín frá því 2023.

Það má búast við mikilli stemmingu í miðborg Reykjavíkur á laugardaginn þegar þessi frábæri hlaupaviðburður fer fram.

Allar upplýsingar um hlaupið og dagskrána á laugardaginn má sjá hér.

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Meistaramót Íslands í maraþoni fer fram samhliða Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka á laugardaginn – allar keppnisvegalengdir eru FRÍ vottaðar

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit