Meistaramót Íslands í maraþoni 2025 fer fram í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Meistaramót Íslands í maraþoni 2025 fer fram í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka

Meistaramót Íslands í maraþoni fer fram laugardaginn 23. ágúst 2025 og er haldið samhliða Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka og er eitt af meistaramótum Frjálsíþróttasambands Íslands í götuhlaupum.

Keppnin fer fram í vottuðum keppnishluta Reykjavíkurmaraþonsins, og eru öll sem ætla sér að keppa um titla og löglegan árangur hvött til að skrá sig sérstaklega í þann hluta. Aðeins árangur úr keppnishlutanum gildir til viðurkenningar hjá FRÍ og skráningu í afrekaskrá.

Keppnin er opin öllum og keppt verður um Íslandsmeistaratitla í eftirfarandi aldursflokkum:

  • 18–19 ára stúlkur og piltar
  • 20–22 ára stúlkur og piltar
  • 23–39 ára konur og karlar
  • 40–44 ára konur og karlar
  • 45–49 ára konur og karlar
  • 50–54 ára konur og karlar
  • 55–59 ára konur og karlar
  • 60–64 ára konur og karlar
  • 65–69 ára konur og karlar
  • 70-74 ára konur og karlar
  • 75-79 ára konur og karlar
  • 80-84 ára konur og karlar

Athugið að hlauparar sem þegar hafa skráð sig í almennan hluta hlaupsins geta breytt skráningu yfir í keppnishlutann á „Mínum síðum“ á heimasíðu Reykjavíkurmaraþons.

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Meistaramót Íslands í maraþoni 2025 fer fram í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit