Íslendingarnir hafa lokið keppni í Jerúsalem

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Íslendingarnir hafa lokið keppni í Jerúsalem

Evrópumeistaramót U20 ára er í fullum gangi og áttum við fjóra keppendur þar. Birta María Haraldsdóttir (FH) keppti á mánudag í undankeppni í hástökki. Birta stökk 1,77m sem er annar besti árangurinn hennar á ferlinum. Birta endaði í fimmtánda sæti í heildina og var aðeins þremur sætum frá úrslitunum en hún hefði þurft að fara 1,80m til þess að komast áfram sem er jafnt hennar besta árangri.

Elías Óli Hilmarsson (FH) keppti einnig í undankeppni hástökki og stökk hann 2,03m. Það er hann hæsta stökk í sumar en hann á best 2,07 innanhúss. Elías endaði í 20. sæti og hefði þurft að stökkva 2,11 til þess að komast áfram.

Hera Christensen (FH) keppti í morgun í undankeppni í kringlukasti. Hera kastaði 42,73m og dugði það ekki áfram í úrslitin. Hera hefði þurft að vera nær sínum besta árangri til þess að komast áfram en hún á best 49,73m. Hera var 20. í heildina.

Arndís Diljá Óskarsdóttir (FH) var einnig á meðal keppenda í morgun en hún keppti í undankeppni í spjótkasti. Arndís kastaði 42,19m en hún hefði einnig þurft að kasta við sitt besta til þess að komast áfram en hún á best 48,57m. Arndís hafnaði í 23. sæti.

Heildarúrslit mótsins má finna hér.

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Íslendingarnir hafa lokið keppni í Jerúsalem

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit