Fyrsta keppnisdegi frjálsíþrótta á EYOF er lokið – Patrekur með persónulega bætingu í 800 m hlaupi utanhúss og Benedikt einu sæti frá því að komast í átta manna úrslit

Mynd frá Þuríði Ingvarsdóttur

Penni

2

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Fyrsta keppnisdegi frjálsíþrótta á EYOF er lokið – Patrekur með persónulega bætingu í 800 m hlaupi utanhúss og Benedikt einu sæti frá því að komast í átta manna úrslit

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (EYOF) var sett í gær, sunnudaginn 20. júlí, en hún fer fram dagana 20.-26. júlí í Skopje í Makedóníu. Frjálsíþróttakeppnin hófst í morgun og var Patrekur Ómar Haraldsson fyrstur íslensku keppendanna út á völlinn en hann keppti í undanriðlum 800 m hlaups pilta í morgun. Patrekur var í 2. riðli og endaði þar í 7. sæti á tímanum 2:01,76 mín, sem er persónuleg bæting utanhúss um eina og hálfa sekúndu en hans besti tími utanhúss var 2:03,18 mín frá því um miðjan maí sl. Patrekur hafnaði í 21. sæti í heildina og komst því ekki áfram í úrslit að þessu sinni. En flott bæting hjá Patreki Ómari sem var að keppa í sinni fyrstu alþjóðlegu keppni fyrir hönd Íslands.

Patrekur Ómar í 800 m hlaupinu í morgun. Mynd frá Þuríði Ingvarsdóttur.

Seinni partinn í dag fór keppni í kúluvarpi pilta fram og þar var Benedikt Gunnar Jónsson meðal keppenda. Benedikt hefur verið á svakalegu flugi í kúluvarpinu undanfarið og hefur bætt hvert aldursflokkametið á fætur öðru, bæði innanhúss og utanhúss og með ýmsum þyngdum. Í dag varpaði Benedikt kúlunni 17,48 og endaði í 9. sæti og var aðeins einu sæti frá því að komast í átta manna úrslit. Ekki amaleg frumraun hjá honum á alþjóðlega keppnissviðinu.

Benedikt Gunnar í kúluvarpskeppninni fyrr í dag. Mynd frá Þuríði Ingvarsdóttur.

Næstur íslensku keppendanna út á völlinn er Hjálmar Vilhelm Rúnarsson en hann keppir í tugþraut og fyrsta grein hennar, 100 m hlaup, er föstudaginn 25. júlí klukkan 9:00. Seinnipart föstudags keppir svo Bryndís Embla Einarsdóttir í spjótkasti stúlkna en sú keppni hefst klukkan 16:30.

Minnum á að hægt er að fylgjast með gangi mála á eftirfarandi miðlum:

Hægt verður að fylgjast með gangi mála í gegnum eftirfarandi miðlum:

🔗 Heimasíða hátíðarinnar

📅 Tímaseðill og úrslit

📱 Facebook: Skopje2025

📸 Instagram: @skopje_2025

🎵 TikTok: @skopje2025

▶️ Streymi

Penni

2

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Fyrsta keppnisdegi frjálsíþrótta á EYOF er lokið – Patrekur með persónulega bætingu í 800 m hlaupi utanhúss og Benedikt einu sæti frá því að komast í átta manna úrslit

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit