Erna Sóley heiðursgestur á Bronsleikum ÍR í frjálsíþróttum

Penni

< 1

min lestur

Deila

Erna Sóley heiðursgestur á Bronsleikum ÍR í frjálsíþróttum

Bronsleikar ÍR í frjálsíþróttum, sem fara fram í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal nk. laugardag
5. október, eru haldnir árlega til heiðurs ÍR-ingnum Völu Flosadóttur og bronsverðlaununum sem hún vann í stangarstökki á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000.
Keppendur í ár eru um 300 og keppt í aldursflokkum 6-11 ára.

Heiðursgestur mótsins að þessu sinni er annar Ólympíufari ÍR og eini Íslendingurinn sem tók þátt í frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna í París í sumar, kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir. Hún mun afhenda ungum og upprennandi frjálsíþróttakeppendum verðlaun sín fyrir þátttökuna í Bronsleikunum og hvetja þá til dáða.

Upphaf Bronsleikanna má rekja aftur til ársins 2010 en þá voru þeir haldnir fyrst þegar 10 ár voru liðin frá afreki Völu. Leikarnir nú eru þeir fimmtándu í röðinni.

Keppni hefst kl. 9:30 og stendur yfir til 14:30. Frír aðgangur fyrir alla.

Nánari upplýsingar um mótið má sjá hér.

Penni

< 1

min lestur

Deila

Erna Sóley heiðursgestur á Bronsleikum ÍR í frjálsíþróttum

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit