Í kvöld fór fram Akureyrarhlaupið samhliða Meistaramóti Íslands í hálfu maraþoni. Andrea Kolbeinsdóttir varð Íslandsmeistari í kvennaflokki á tímanum 1:17:42 og bætti því brautarmet Sigþóru Brynju Kristjánsdóttur frá því á síðasta ári sem var 1:20:43. I öðru sæti var Íris Anna Skúladóttir á tímanum 1:18:20 og Íris Dóra Snorradóttir var í því þriðja með 1:21:19.
Arnar Pétursson varð Íslandsmeistari í karlaflokki á tímanum 1:08:22 sem er einnig brautarmet. Brautarmetið átti Baldvin Þór Magnússon og var það 1:08:48. Í öðru sæti var Þórólfur Ingi Þórsson á tímanum 1:13:56 og í þriðja sæti var Guðmundur Daði Guðlaugsson á tímanum 1:14:19.
Heildarúrslit hlaupsins má finna hér.