Núna um helgina, dagana 7.–9. nóvember, fór fram virkilega skemmtilegt og metnaðarfullt stangarstökksnámskeið í Laugardalshöllinni undir stjórn franska þjálfarans Yoann Rouzières. Námskeiðið var á vegum FRÍ og var ætlað bæði þjálfurum og iðkendum, sem mynduðu flottan, áhugasaman og virkan hóp. Yoann er fyrrum stangarstökkvari sem keppti fyrir unglingalandslið Frakklands í stangarstökki og í dag er hann leiðtogi norska unglingalandsliðsins í greininni.