VIKAN: Frábæru EM U20 lokið, Íslandsmet í 100 km hlaupi, Guðbjörg Jóna með enn eina bætinguna í 400 m hlaupi og frjálsíþróttafrömuður hlaut Heiðurskross ÍSÍ

Penni

3

min lestur

Fólk í frétt

Deila

VIKAN: Frábæru EM U20 lokið, Íslandsmet í 100 km hlaupi, Guðbjörg Jóna með enn eina bætinguna í 400 m hlaupi og frjálsíþróttafrömuður hlaut Heiðurskross ÍSÍ

Enn ein vikan þar sem nóg var um að vera hjá íslensku frjálsíþróttafólki.

EM U20

Evrópumeistaramót U20 fór fram í Tampere í Finnlandi dagana 7.-10. ágúst og þar kepptu þær Eir Chang Hlésdóttir og Ísold Sævarsdóttir við allra besta unga frjálsíþróttafólk álfunnar og stóðu þær sig með mikilli prýði.

Eir keppti í 100 m hlaupi og 200 m hlaupi.

Í 100 m hlaupinu kom Eir í mark á 12,06 sek í undanriðlunum og endaði í 27. sæti í heildina og var því aðeins örfáum sætum frá því að komast í undanúrslitin.

Eir átti síðan alveg frábær 200 m hlaup. Í undanriðlunum hljóp hún á 24,09 sek og komst örugglega í undanúrslitin, en þessi tími var áttundi besti tíminn inn í undanúrslitin. Eir átti svo mjög flott hlaup í undanúrslitunum þar sem hún kom í mark á 23,51 sek sem er hennar annar besti tími í greininni frá upphafi. Þessi tími skilaði henni örugglega í úrslitahlaupið og þar hljóp hún á 24,07 sek og endaði í 7. sæti.

Frábær árangur hjá Eir á hennar fyrsta EM U20 og hún var með skýrt markmið, að komast í úrslit, og hún sannarlega náði því með stæl.

Ísold Sævarsdóttir keppti í sjöþraut og stóð sig bara nokkuð vel. Hún var með bætingu í tveimur greinum og mjög nálægt sínu besta í einni grein. Í heildina hlaut hún 5358 stig og hafnaði í 12. sæti sem er virkilega flottur árangur hjá þessari ungu íþróttakonu.

  • 100 m grindahlaup – 14,34 sek
  • Hástökk – 1,56 m
  • Kúluvarp – 12,27 m (pb)
  • 200 m hlaup – 25,33 sek
  • Langstökk – 5,34 m
  • Spjótkast – 40,18 (pb)
  • 800 m hlaup – 2:10,10 mín

Unglingalandsmót UMFÍ

Mikið líf og fjör var á Vilhjálmsvelli á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina þegar Unglingalandsmót UMFÍ fór þar fram í mikilli veðurblíðu. Um 550 keppendur tóku þátt í frjálsíþróttakeppni mótsins og alls voru sett sjö ný mótsmet.

MÍ í 100 km hlaupi

Meistaramót Íslands í 100 km hlaupi fór í fyrsta skipti fram laugardaginn 9. ágúst sl. og þar kom Arnar Pétursson langfyrstur í mark á tímanum 6:45:16 klst og setti í leiðinni glæsilegt nýtt Íslandsmet í vegalengdinni. Hann er því Íslandsmeistari karla árið 2025 í 100 km hlaupi.

Kvennamegin varð Erla Dögg Halldórsdóttir Íslandsmeistari en hún kom í mark á 11:42:13 klst.

Guðbjörg Jóna með enn eina bætinguna í 400 m hlaupi

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir heldur áfram að bæta sig í 400 m hlaupi og er alveg frábært að sjá hvað hún er að koma sterk til baka eftir erfið meiðsli. Hún keppti í 400 m hlaupi á IFAM Outdoor í Oordegem í Belgíu um liðna helgi og kom þar í mark á 54,05 sek og var það bæting um rúm 30 sekúndubrot. Núna er bara tímaspursmál hvenær hún fer undir 54 sekúndurnar. Þetta hefur verið virkilega flott keppnissumar hingað til hjá Guðbjörgu í 400 m hlaupinu.

Höskuldur Goði sæmdur Heiðurskrossi ÍSÍ

Höskuldur Goði Karlsson hefur nýlega hlotið Heiðurskross ÍSÍ, æðstu viðurkenningu íþróttahreyfingarinnar. Hann er íslensku frjálsíþróttafólki að góðu kunnur, bæði fyrir farsælan keppnisferil og sem áhrifamikill leiðtogi innan hreyfingarinnar.

Á árunum 1959–1965 sat hann í stjórn Frjálsíþróttasambands Íslands og frá 1960–1970 rak hann ásamt Vilhjálmi Einarssyni sumaríþróttaskóla. Hann gegndi starfi forstöðumanns íþróttamiðstöðvar ÍSÍ að Laugarvatni árin 1967–1974 og starfaði einnig sem erindreki ÍSÍ, þar sem hann ferðaðist um landið til að efla og stuðla að útbreiðslu íþrótta.

Höskuldur hlaut gullmerki FRÍ árið 1964 og gullmerki ÍSÍ árið 1981. Árið 2018 var hann gerður að heiðursfélaga FRÍ.

Sjá nánar í frétt á vef ÍSÍ.

Hvað er framundan?

DagsetningMótStaðsetning
12.-13. ágústOpna ReykjavíkurmótiðÍR völlurinn
13. ágústNorðanáttin kast-og hlaupamót UFAÞórsvöllur á Akureyri
16. ágústMÍ í 10.000 m hlaupi á brautÍR völlurinn
16.-17. ágústMÍ í eldri aldursflokkumÍR völlurinn
16.-17. ágústMÍ í fjölþrautumÍR völlurinn

Penni

3

min lestur

Fólk í frétt

Deila

VIKAN: Frábæru EM U20 lokið, Íslandsmet í 100 km hlaupi, Guðbjörg Jóna með enn eina bætinguna í 400 m hlaupi og frjálsíþróttafrömuður hlaut Heiðurskross ÍSÍ

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit