Unglingalandsmót UMFÍ fer fram á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina – frjálsíþróttir eru ein tuttugu keppnisgreina á mótinu

Mynd frá unglingalandsmóti á Egilsstöðum árið 2017 - mynd af myndasíðu UMFÍ

Penni

2

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Unglingalandsmót UMFÍ fer fram á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina – frjálsíþróttir eru ein tuttugu keppnisgreina á mótinu

Eins og venja er þá fer unglingalandsmót UMFÍ fram um verslunarmannahelgina og í ár er það haldið á Egilsstöðum. Unglingalandsmótið var fyrst haldið á Dalvík sumarið 1992 og hefur verið haldið nánast árlega síðan þá. Þetta er í þriðja sinn sem unglingalandsmótið er haldið á Egilsstöðum, en það var haldið þar árin 2011 og 2017.

Eitt af grunnstefum unglingalandsmóts er sú hugsun að mótið ætti miðast ekki bara við toppárangur í einstökum greinum því einnig yrði góður skammtur af skemmtun í boði fyrir ungdóminn. Blandað yrði saman keppni og kvöldvökum, skemmtun og útivist og þarna yrði eitthvað fyrir alla.

Í ár er boðið upp á hvorki fleiri né færri en 20 keppnisgreinar og er þetta því kjörið tækifæri til að prófa ýmsar greinar á einu og sama mótinu. Auðvitað eru frjálsíþróttir ein þessara keppnisgreina en frjálsíþróttakeppnin fer fram á laugardag og sunnudag á Vilhjálmsvelli.

Vilhjálmsvöllur er nefndur eftir Vilhjálmi Einarssyni sem varð fyrstur Íslendinga til að komast á verðlaunapall á Ólympíuleikum þegar hann hlaut silfurverðlaun í þrístökki á Ólympíuleikunum í Melbourne í Ástralíu árið 1956. Því er viðeigandi að bjóða upp á keppni í þrístökki í ár fyrir 14-18 ára og er þetta í fyrsta skipti sem þrístökk er ein keppnisgreina í frjálsíþróttum á unglingalandsmóti. Þess má geta að það verður einmitt sýning með hlutum frá Vilhjálmi Einarssyni í Safnahúsinu við hliðina á Vilhjálmsvelli meðan á mótinu stendur. 

Aðrar greinar sem bætast við í ár er 200 m hlaup í flokkum 14-18 ára sem og sleggjukast í flokki 18 ára stúlkna en hún Birna Jóna Sverrisdóttir sleggjukastari og ein af okkar unga og efnilega frjálsíþróttafólki, er frá Egilsstöðum og er þetta síðasta unglingalandsmótið hennar og því skemmtilegt að hún geti keppt í sinni grein á heimavelli.

Allar upplýsingar um unglingalandsmótið á Egilsstöðum má finna hér.

Nánari upplýsingar um frjálsíþróttakeppnina er að finna hér.

Penni

2

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Unglingalandsmót UMFÍ fer fram á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina – frjálsíþróttir eru ein tuttugu keppnisgreina á mótinu

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit