Þrjú á leiðinni á HM í Tókýó

Penni

2

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Þrjú á leiðinni á HM í Tókýó

Seinni partinn í dag kom í ljós að það eru þrír íslenskir keppendur sem eru á leiðinni á heimsmeistaramótið í frjálsíþróttum í Tókýó dagana 13.-21. september nk.

„Það er frábært að sjá að þrjú af okkar afreksfólki séu á leið á HM. Heimsmeistaramótið í frjálsíþróttum er stærsta svið íþróttarinnar fyrir utan Ólympíuleikana og erum við stolt af því að þetta frábæra íþróttafólk hafi unnið sér beint sæti þangað inn“, segir Guðmundur Karlsson afreksstjóri Frjálsíþróttasambands Íslands spurður út í þessar góðu fréttir.

Erna Sóley Gunnarsdóttir – kúluvarp

Erna Sóley Gunnarsdóttir mun keppa í kúluvarpi á HM en hún er í 32. sæti heimslistans. Erna Sóley er ríkjandi Íslandsmeistari í greininni og eins á hún Íslandsmetin bæði utanhúss (17,91 m) og innanhúss (17,92 m). Þetta er annað heimsmeistaramót Ernu Sóleyjar utanhúss en hún var meðal keppenda á HM Búdapest 2023.

Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir – sleggjukast

Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir mun keppa í sleggjukasti á HM en hún er í 29.-31. sæti heimslistans. Guðrún Karítas er ríkjandi Íslandsmeistari í greininni og er einnig Íslandsmethafi, en hún bætti Íslandsmetið um síðustu helgi þegar hún kastaði 71,38 m. Þetta er fyrsta heimsmeistaramót Guðrúnar Karítasar.

Sindri Hrafn Guðmundsson – spjótkast

Sindri Hrafn Guðmundsson mun keppa í spjótkasti á HM en hann er í 30. sæti heimslistans. Sindri Hrafn er ríkjandi Íslandsmeistari. Hann á þriðja lengsta kast íslensks karlmanns í greininni sem er 82,55 m frá því í fyrrasumar. Þetta er fyrsta heimsmeistaramót Sindra Hrafns í fullorðinsflokki.

Nánari fréttir um íþróttafólkið og þeirra þátttöku á HM kemur þegar nær líður móti.

Penni

2

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Þrjú á leiðinni á HM í Tókýó

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit