Þorleifur Einar Leifsson og María Rún Gunnlaugsdóttir Íslandsmeistarar karla og kvenna í þraut 2025

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Þorleifur Einar Leifsson og María Rún Gunnlaugsdóttir Íslandsmeistarar karla og kvenna í þraut 2025

Meistaramót Íslands í fjölþrautum fór fram um helgina á ÍR-vellinum og það voru þau Þorleifur Einar Leifsson og María Rún Gunnlaugsdóttir sem urðu Íslandsmeistarar karla og kvenna í ár.

Þorleifur Einar hlaut í heildina 6427 stig en hann bætti sig í þremur greinum. Þetta var fyrsta tugþraut Þorleifs með karlaáhöldum og bara hin fínasta frumraun hjá honum í karlaflokki. Til hamingju með árangurinn Þorleifur.

GreinÁrangur
100 m hlaup11,27 sek (pb)
Langstökk6,12 m
Kúluvarp12,64 m
Hástökk1,78 m
400 m hlaup52,37 sek
110 m grindahlaup15,15 sek
Kringlukast33,99 m
Stangarstökk4,30 m (pb)
Spjótkast43,20 m (pb)
1500 m hlaup5:13,73 mín

María Rún hlaut 4165 stig.

GreinÁrangur
100 m grindahlaup14,71 sek
Hástökk1,68 m
Kúluvarp11,93 m
200 m hlaup26,13 sek
Langstökk4,34 m
Spjótkast37,78 m
800 m hlaupDNS

Auk keppni í karla- og kvennaflokkum var keppt í fjölþraut ýmissa aldursflokka.

Íslandsmeistari í fimmtarþraut pilta 15 ára og yngri er Tómas Ingi Kermen en hann hlaut 2825 stig, sem er nýtt aldursflokkamet. Frábær árangur hjá Tómasi Inga.

Íslandsmeistari í tugþraut pilta 16-17 ára er Kristján Óli Gustavsson en hann hlaut 4641 stig.

Íslandsmeistari í fimmtarþraut stúlkna 15 ára og yngri er Anna Metta Óskarsdóttir en hún hlaut 2802 stig, sem er nýtt aldursflokkamet með meyjaáhöldum. Vel gert hjá Önnu Mettu sem hefur sannarlega sýnt það undanfarið hversu fjölhæf frjálsíþróttakona hún er.

Emilía Rikka Rúnarsdóttir bætti aldursflokkametið í fimmtarþraut með meyjaáhöldum í flokki 14 ára stúlkna en hún hlaup 2378 stig og Eva Unnsteinsdóttir bætti aldursflokkametið í flokki 13 ára stúlkna en hún hlaut 2060 stig. Virkilega vel gert hjá stelpunum, þrjú aldursflokkamet í einni og sömu keppninni.

Helga Fjóla Erlendsdóttir varð Íslandsmeistari í sjöþraut stúlkna 16-17 ára og hlaut 4165 stig.

Óskum öllum til hamingju með árangurinn sinn og sigurvegurum til hamingju með Íslandsmeistaratitlana.

Heildarúrslit mótsins má skoða hér.

Myndir frá mótinu má skoða hér.

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Þorleifur Einar Leifsson og María Rún Gunnlaugsdóttir Íslandsmeistarar karla og kvenna í þraut 2025

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit