Sindri Hrafn hefur lokið keppni á HM í Tókýó

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Sindri Hrafn hefur lokið keppni á HM í Tókýó

Sindri Hrafn Guðmundsson keppti í undankeppni sjótkasts karla í morgun, að íslenskum tíma. HM í Tókýó er hans fyrsta heimsmeistaramót í fullorðinsflokki og náði hann sér ekki alveg á strik að þessu sinni en hans lengsta kast var 75,56 m og endaði hann í 35. sæti. En við erum að sjálfsögðu virkilega stolt af honum Sindra enda ekki lítið afrek að komast á HM og keppa á því stóra sviði.

Þátttakan á HM fer beint í reynslubankann og við trúum því að keppni á fleiri stórmótum bíði Sindra Hrafns í framtíðinni.

Tímabilið er búið að vera langt og strangt hjá honum og núna vonum við bara að hann fái gott off season og komi inn í næsta tímabil af miklum krafti.

Við heyrðum aðeins frá Sindra Hrafni eftir keppnina og eins og við var að búast var hann ekkert allt of sáttur með árangurinn sinn en samt ánægður, jákvæður með reynsluna og bjartsýnn á framhaldið. Flottur íþróttamaður hér á ferð.

„Það var bara mjög gaman að fá að keppa á þessu stóra sviði. Gekk ekki alveg nógu vel og nokkrir hlutir sem fóru ekki alveg minn veg sem var mjög svekkjandi, en ég er bara mjög stoltur að vera kominn á þann stað sem ég veit að ég á vera. Mér líður bara fínt eftir keppni, og mjög spenntur að byrja aftur að æfa fyrir enn betra 2026.“

Erna Sóley Gunnarsdóttir verður svo síðasti íslenski keppandinn til að stíga út á völlinn í Tókýó en hún tekur þátt í undankeppni kúluvarps kvenna á laugardaginn, 20. september, klukkan 10:00 að staðartíma (01:00 að íslenskum tíma). Umfjöllun um þátttöku Ernu Sóleyjar á HM kemur inn á vef FRÍ á morgun.

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Sindri Hrafn hefur lokið keppni á HM í Tókýó

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit