Síðasti keppnisdagur EYOF í Skopje í Norður-Makedóníu – Hjálmar með flottan seinni dag, hafnaði í 8. sæti og mjög nálægt aldursflokkameti sínu

Penni

2

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Síðasti keppnisdagur EYOF í Skopje í Norður-Makedóníu – Hjálmar með flottan seinni dag, hafnaði í 8. sæti og mjög nálægt aldursflokkameti sínu

Síðasti keppnisdagurinn á EYOF var í dag og þar áttum við okkar fulltrúa þegar seinni dagur tugþrautar pilta fór fram en þar er Hjálmar Vilhelm Rúnarsson á meðal keppenda. Hann átti virkilega flottan fyrri dag í gær og var með 3579 stig eftir fyrri daginn.

Dagurinn byrjaði heldur betur vel þegar Hjálmar hljóp 110 m grindahlaupið á 15,78 sek og bætti sig þar um tæp tuttugu sekúndubrot, og hlaut fyrir það 758 stig. Næst var komið að kringlukastinu og þar var Hjálmar með langlengsta kast allra keppenda en hann kastaði þar 49,37 m, sem er hans næstbesta kast með 1,5 kg kringlunni og þar hlaut hann 857 stig. Í næstu grein var Hjálmar með enn eina persónulegu bætinguna þegar hann stökk 3,40 m í stangarstökkinu og þar hlaut hann 457 stig. Í spjótkastinu var lengsta kastið hans 50,17 m og þar hlaut hann 591 stig. Síðasta grein dagsins var svo 1500 m hlaupið og þar hljóp Hjálmar á 5:17,33 mín og hlaut 464 stig.

Hjálmar hlaut því í heildina 6706 stig og endaði hann í 8. sæti, en þess má geta að þetta er aðeins 27 stigum frá árangri hans á NM í þraut frá því um miðjan júní þar sem hann setti aldursflokkamet í flokki U18 pilta. Þetta var virkilega flott þraut hjá Hjálmari og frábær árangur, persónuleg bæting í fjórum greinum, sigur í tveimur greinum og mjög nálægt sínum besta árangri í þraut.

Við getum sannarlega verið stolt af þessum flottu fulltrúum frjálsíþróttanna á EYOF í ár, sem flest voru að taka þátt í sinni fyrstu alþjóðlegu keppni. Þessi reynsla fer beint í reynslubankann hjá þeim.

Penni

2

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Síðasti keppnisdagur EYOF í Skopje í Norður-Makedóníu – Hjálmar með flottan seinni dag, hafnaði í 8. sæti og mjög nálægt aldursflokkameti sínu

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit