Sex úr frjálsíþróttum fá laun úr launasjóði íþróttafólks

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Sex úr frjálsíþróttum fá laun úr launasjóði íþróttafólks

Launasjóður íþróttafólks var kynntur í gær, 1. desember, við hátíðlega athöfn þar sem afreksíþróttafólk, sérsambönd og fulltrúar íþróttahreyfingarinnar komu saman til að fagna þessum merku tímamótum. Í fyrsta sinn í sögu íslenskra íþrótta mun afreksíþróttafólk fá greidd laun fyrir vinnu sína sem íþróttamenn.

Markmið sjóðsins er að gera afreksíþróttafólki kleift að setja íþróttina í forgang og einbeita sér að afrekstengdu starfi sínu með það að leiðarljósi að ná framúrskarandi árangri og komast í fremstu röð á alþjóðavettvangi. Alls hljóta 32 einstaklingar og 3 pör laun úr sjóðnum.

Frétt ÍSÍ um kynningu sjóðsins má lesa hér.

Frjálsíþróttafólk sem hlýtur laun úr launasjóði íþróttafólks

Það eru sex ú frjálsíþróttum sem hljóta laun úr launasjóðnum að þessu sinni og óskar Frjálsíþróttasamband Íslands eftirfarandi íþróttafólki innilega til hamingju með úthlutunina:

  • Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir – sleggjukast
  • Daníel Ingi Egilsson – langstökk
  • Sindri Hrafn Guðmundsson – spjótkast
  • Erna Sóley Gunnarsdóttir – kúluvarp
  • Guðni Valur Guðnason – kringlukast
  • Hilmar Örn Jónsson – sleggjukast

Þetta skref er mjög mikilvægt í áframhaldandi fagvæðingu íslensks afreksíþróttastarfs og styrkir frjálsíþróttafólk, og annað íþróttafólk, í leið sinni að árangri á heimsmælikvarða.

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Sex úr frjálsíþróttum fá laun úr launasjóði íþróttafólks

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit