Orka, gleði og keppnisskap á Stóra FRÍ-deginum í Grunnskólanum á Hellu

Penni

3

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Orka, gleði og keppnisskap á Stóra FRÍ-deginum í Grunnskólanum á Hellu

Í gær, þriðjudaginn 9. september, var Stóri FRÍ-dagurinn haldinn í annað sinn, að þessu sinni í Grunnskólanum á Hellu. Þar tóku um 60-70 krakkar úr 5.–8. bekk þátt ásamt kennurum sínum og var ekki annað að sjá en að allir hefðu skemmt sér vel og mikið stuð ríkti allan tímann.

Stóri FRÍ-dagurinn er frjálsíþróttaviðburður sem ætlaður er nemendum á miðstigi grunnskólans. Dagskráin samanstendur af boðhlaupum og stöðvaþjálfun þar sem krakkarnir fá að prófa sig áfram í ýmsum frjálsíþróttagreinum á fjölbreyttan og skemmtilegan hátt. Markmiðið er að kynna frjálsíþróttirnar fyrir börnum og sýna þá miklu fjölbreytni sem íþróttin býður upp á. Stóri FRÍ-dagurinn var haldinn í fyrsta sinn sl. vor og þá í Grafarholti.

Á Hellu hófst dagurinn á líflegu boðhlaupi þar sem keppnisskapið kom heldur betur í ljós og stuðningur og pepp liðsfélaganna var alveg frábær. Í kjölfarið tók við stöðvaþjálfun þar sem krakkarnir fengu að spreyta sig í grindahlaupi, langstökki, þrístökki og langstökki án atrennu og skutlukasti. Það er greinilegt að krakkarnir á Hellu eru uppfullir af krafti, orku og gleði því þau stóðu sig einstaklega vel og voru dugleg að prófa þessar ólíku frjálsíþróttagreinar og voru mörg hver með flotta frjálsíþróttatakta.

Kennarar og starfsmenn Grunnskólans á Hellu tóku virkan þátt í að styðja við viðburðinn og áttu ekki síður en krakkarnir stóran þátt í að skapa frábæra stemningu.

Frjálsíþróttasamband Íslands þakkar nemendum og kennurum Grunnskólans á Hellu kærlega fyrir þátttökuna og frábæran dag. Viðburðurinn er að sanna sig sem skemmtilegur og uppbyggilegur vettvangur til að kynna frjálsíþróttir fyrir yngri kynslóðinni – og hver veit nema næsta frjálsíþróttastjarna sé meðal þeirra sem tóku þátt í gær!

Svo er gaman að segja frá því að seinni partinn í gær var frjálsíþróttaæfing hjá Umf. Heklu á Hellu fyrir 5.-8. bekk og mættu fjórir nýir iðkendur á æfinguna og enn fleiri sem hafa sýnt því áhuga á að mæta og prófa frjálsíþróttaæfingu. Þetta gleður okkur mjög að heyra því þetta er einmitt markmiðið með Stóra FRÍ-deginum, að kynna frjálsíþróttir með skemmtilegum hætti og þannig vonandi vekja áhuga sem flestra á að koma og æfa okkar stórskemmtilegu íþrótt.

Ef skólar eða íþróttafélög hafa áhuga á að halda Stóra FRÍ-daginn fyrir krakka í 5.-7. Bekk eða viljið fá frekari upplýsingar um viðburðinn, þá má endilega hafa samband við FRÍ (fri@fri.is).

Með styrk frá Lýðheilsusjóði Embættis landlæknis varð Stóri FRÍ-dagurinn að veruleika. Við erum afar þakklát fyrir þann stuðning sem gerði okkur kleift að skapa gleðilegan og uppbyggilegan viðburð fyrir 5.-8. bekk í Grunnskólanum á Hellu.

Penni

3

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Orka, gleði og keppnisskap á Stóra FRÍ-deginum í Grunnskólanum á Hellu

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit