Mikil gleði og góður árangur á Vilhjálmsvelli á Unglingalandsmóti UMFÍ um verslunarmannahelgina

Bryndís Lára Guðjónsdóttir í hástökkinu. Mynd frá UMFÍ

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Mikil gleði og góður árangur á Vilhjálmsvelli á Unglingalandsmóti UMFÍ um verslunarmannahelgina

Frjálsíþróttirnar nutu mikilla vinsælda á Unglingalandsmóti UMFÍ sem fram fór um verslunarmannahelgina á Egilsstöðum. Keppt var við frábærar aðstæður á Vilhjálmsvelli í sól og sumaryl – og stemningin eftir því! Um 550 keppendur tóku þátt í frjálsíþróttakeppninni mótsins og alls voru sett sjö ný mótsmet sem er til marks um kraftinn og keppnisgleðina sem ríkti á vellinum.

  • Ari Freyr Gautason (UMSB) – 1:43,71 mín í 600 m hlaupi pilta 13 ára
  • Ari Hrafn Strange (ÍBH) – 1:58,47 mín í 600 m hlaupi pilta 11 ára
  • Benedikt Gunnar Jónsson (ÍBR) – 17,81 m í kúluvarpi (5 kg) pilta 16–17 ára
  • Fjölnir Þeyr Marinósson (UMSS) – 49,70 m í spjótkasti (600 gr) pilta 15 ára
  • Tómas Ingi Kermen (ÍBR) – 24,98 sek í 200 m hlaupi pilta 14 ára
  • Bryndís Lára Guðjónsdóttir (UMSK) – 1,62 m í hástökki stúlkna 14 ára
  • Eyja Rún Gautadóttir (UMSB) – 5,82 m í langstökki stúlkna 16–17 ára

Það vakti athygli hve margir tóku þátt, margir kepptu í fyrsta skipti og komu sjálfum sér skemmtilega á óvart með árangri sínum. Skemmtileg stemning myndaðist í boðhlaupunum þar sem keppendur völdu sér sveitarnöfn og tóku oft höndum saman með ókunnugum – allt í hinum eina sanna ungmennafélagsanda og í anda mótsins þar sem öll eiga að geta verið með.

Heildarúrslit mótsins má skoða hér.

Auk keppninnar sjálfrar fengu þátttakendur innsýn í söguna með því að skoða muni tengda Vilhjálmi Einarssyni í Safnahúsinu við Vilhjálmsvöll. Það þótti mörgum sérlega áhugavert og sögulegt enda um að ræða einn fremsta frjálsíþróttamann þjóðarinnar.

Það var greinilega mikil stemming á Egilsstöðum um síðastliðna helgi.

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Mikil gleði og góður árangur á Vilhjálmsvelli á Unglingalandsmóti UMFÍ um verslunarmannahelgina

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit