Ísold hafnaði í 12. sæti í sjöþraut á EM U20 og persónulegar bætingar í tveimur greinum – flott mót hjá henni

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Ísold hafnaði í 12. sæti í sjöþraut á EM U20 og persónulegar bætingar í tveimur greinum – flott mót hjá henni

Síðasti dagur EM U20 í Tampere í Finnlandi fór fram í dag og hélt sjöþrautarkeppnin áfram. Ísold Sævarsdóttir átti flottan fyrri dag í gær og var seinni dagur hennar einnig ágætur. Hún byrjaði í langstökki og stökk þar 5,34 og hlaut 654 stig. Í spjótkasti kastaði hún lengst 40,18 m sem er bæting og hennar fyrsta kast í keppni yfir 40 metra, frábært hjá Ísold, og hlaut 671 stig. Í lokagreininni, 800 m hlaupinu, kom hún í mark á 2:16,10 mín og hlaut þar 877 stig.

Ísold lauk því keppni í sjöþraut með 5358 stig og endaði í 12. sæti sem er virkilega flottur árangur hjá þessari frábæru íþróttakonu.

Bæting í tveimur greinum, kúluvarpi og spjótkasti, og mjög nálægt sínu besta í 100 m grindahlaupi.

Við óskum Ísold innilega til hamingju með sitt fyrsta EM U20 sem fer beint í reynslubankann hennar.

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Ísold hafnaði í 12. sæti í sjöþraut á EM U20 og persónulegar bætingar í tveimur greinum – flott mót hjá henni

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit