Guðrún Karítas hefur lokið keppni á sínu fyrsta heimsmeistaramóti

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Guðrún Karítas hefur lokið keppni á sínu fyrsta heimsmeistaramóti

Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir keppti í undankeppni sleggjukasts kvenna í nótt að íslenskum tíma. Þetta er fyrsta heimsmeistaramót Guðrúnar Karítasar og hún náði sér ekki alveg á strik að þessu sinni en hennar lengsta kast var 64,94 m og endaði hún í 35. sæti. Engu að síður frábær árangur hjá Guðrúnu Karítas að komast inn á HM í fyrsta sinn eftir virkilega flott síðsumar þar sem Íslandsmet hennar stendur upp úr.

Þátttakan á HM fer beint í reynslubankann og við trúum því að keppni á fleiri stórmótum bíði Guðrúnar Karítasar í framtíðinni.

Tímabilið er búið að vera langt og strangt hjá henni og núna vonum við bara að hún fái gott off season og komi í kasthringinn af miklum krafti á næsta tímabili.

Við heyrðum aðeins frá Guðrúnu Karítas eftir keppnina og eins og við var að búast var hún ekkert allt of sátt með árangurinn sinn en samt svo jákvæð með þessa reynslu og bjartsýn á framhaldið. Ekkert smá flott íþróttakona hér á ferð.

„Ég er alveg vel svekkt. Er búin að vera að kasta mjög vel í undirbúningnum fyrir mótið og veit að ég á mikið inni og get gert mun betur. En þetta er mikilvæg reynsla og mikið sem ég get lært af þessu og mér fannst í raun ekki vera langt í stór köst þó það líti kannski ekki þannig út á blaði. Svekkjandi en það er ekkert annað í stöðunni en að halda áfram að leggja inn vinnuna og gera betur næst. Það er samt alveg magnað að fá að upplifa að keppa á þessu móti. Völlurinn er rosalegur, maður er umkringdur þeim allra bestu og fullt af fólki að horfa. Rosaleg orka og vonandi get ég nýtt mér hana betur í framtíðinni“.

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Guðrún Karítas hefur lokið keppni á sínu fyrsta heimsmeistaramóti

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit