Frjálsíþróttahreyfingin kom saman á Selfossi um helgina þar sem FRÍ hélt sitt 63. ársþing. Mikill samhugur var í hreyfingunni á þingi um að koma af krafti út úr kófinu.
Úrvalshópur FRÍ hefur verið uppfærður með árangri frá innanhússtímabilinu. Yfir 10 íþróttamenn bættust við hópinn og var mikið um bætingar hjá þeim sem voru nú þegar í hópnum.
Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR) stórbætti eigið Íslandsmet í kúluvarpi utanhúss í gær er hún rauf 17 metra múrinn á Texas Relays. Hún varpaði kúlunni 17,29 metra sem hún náði í síðustu tilraun og átti hún tvö köst yfir 17 metra.
Tilkynnt var um tvo nýja heiðursfélaga á 63. þingi FRÍ á Selfossi.
63. ársþing Frjálsíþróttasambands Íslands verður haldið dagana 25.-26. mars í Fjölbrautarskóla Suðurlands á Selfossi. Skráning kjörfulltrúa hefst klukkan 16:20 og þingið sjálft 17:00. Áætluð þingslit eru klukkan 14:00 á laugardag.
Baldvin Þór Magnússon (UFA) keppti í gær til úrslita í 3000 metra hlaupi á heimsmeistaramótinu í Belgrad í Serbíu. Hann hafnaði í 14. sæti og kom í mark á tímanum 8:04,77 mín.
Meistaramót Íslands 15-22 ára fór fram um helgina og var það lið HSK/Selfoss sem urðu Íslandsmeistarar félagsliða 15-22 ára. Þau hlutu samtals 277,5 stig, sigruðu einn aldursflokk og unnu tíu gullverðlaun. Í öðru sæti var FH með 199 stig og Ármann í því þriðja með 192,5 stig.
Í dag er
Sía eftir
@fri2022
Fjórir Íslendingar keppa í Leiria
Skrifstofa
Engjavegur 6, 104 Reykjavík
Netfang
fri@fri.is
Sími
+354 514 4040
Dæmi um leit