María ver titilinn sinn

Um helgina fer fram Meistaramót Íslands í fjölþrautum í Laugardalshöll og lauk fimmtarþraut kvenna í dag. Það voru tvær konur skráðar til leiks en það voru FH-ingarnir María Rún Gunnlaugsdóttir og Þórdís Eva Steinsdóttir og var það María sem bar sigur úr býtum. María hlaut 4169 stig fyrir sína þraut sem er persónuleg bæting hjá […]

meira...

MÍ í fjölþrautum um helgina

Meistaramót Íslands í fjölþrautum fer fram í Laugardalshöll um helgina, 20.-21. febrúar. Það eru 43 keppendur skráðir á mótið frá ellefu félögum. Keppni hefst klukkan ellefu báða dagana og eru áhorfendur bannaðir á keppnina.  Ríkjandi Íslandsmeistarar meðal keppenda Meðal keppenda í sjöþraut karla er Ísak Óli Traustason úr UMSS en hann er ríkjandi Íslandsmeistari í […]

meira...

20 ár frá Íslandsmeti Einars Karls

Í dag eru liðin 20 ár frá Íslandsmeti Einars Karls Hjartarsonar í hástökki innanhúss sem stendur enn. Metið setti hann í Laugardalshöll 18. febrúar árið 2001 og er það einnig aldursflokkamet í 20-22 ára flokki. Einar fór 2,28 metra í annari tilraun og bætti eigið met um fjóra sentímetra. Einar átti góðar tilraunir við 2,30 […]

meira...

Landsliðsval á HM í utanvegahlaupum

Frjálsíþróttasamband Íslands mun senda landslið, karla og kvenna, til keppni á Heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupum sem fram fer 11-13. nóvember 2021 í Chiang Mai (Tælandi ).   Mótið í ár er fyrsta mótið í utanvegahlaupum sem haldið er í samstarfi World Athletics, ITRA, WMRA og IAU.  Langhlaupanefnd FRÍ leggur til að eftirfarandi hlauparar skipi landslið Íslands í utanvegahlaupum […]

meira...

Baldvin á besta tíma frá upphafi

Þann 6. febrúar hljóp Baldvin Þór Magnússon á besta tíma frá upphafi í 3000 metra hlaupi innanhúss en hlaupið fór fram á 300 metra braut. Baldvin kom í mark á 7:53,92 mín og er það rúmum 5 sekúndum hraðari tími en tveggja ára Íslandsmet Hlyns Andréssonar. Sá tími var 7:59,11 mín og hljóp Hlynur þá […]

meira...

Þrjár yfir sex metra í langstökki

Í dag fór fram frjálsíþróttakeppni Reykjavík International Games. Mótið var fremur óhefðbundið vegna takmarkana en keppendur og skipuleggjendur mótsins létu það ekki stöðva sig. Stigahæsta afrek mótsins í karlaflokki var kast Guðna Vals Guðnasonar en hann hlaut 1050 stig fyrir sitt lengsta kast og í kvennaflokki var það 200m hlaup Guðbjargar Jónu Bjarnadóttur en hún […]

meira...

Reykjavíkurleikar 2021

Reykjavík International Games í frjálsum íþróttum hefst sunnudaginn 7. febrúar og fer mótið fram í Laugardalshöll eins og undanfarin ár. Leikarnir eru alþjóðlegt boðsmót en vegna heimsfaraldurs var ákveðið að taka ekki á móti erlendum keppendum. Mótinu er skipt i þrjá mótshluta og fimm sóttvarnarhólf til þess að tryggja þær sóttvarnarreglur sem voru settar um […]

meira...

Þjóðarleikvangur í augsýn

Starfshópur til að gera tillögur um fyrirkomulag þjóðarleikvangs fyrir frjálsíþróttir hefur verið skipaður af Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. Þetta kemur fram í frétt á heimsíðu Stjórnarráðs Íslands Starfshópnum er til dæmis ætlað að greina mögulega nýtingu eldri mannvirkja og afla upplýsinga um þarfir fyrir mannvirki til lengri tíma. Lilja Alfreðsdóttir segir að það gleðji hana […]

meira...

Vetrarkastmóti frestað

Evrópska vetrarkastmótið sem átti að fara fram 13.-14. mars í Leiria, Portúgal, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Þessi ákvörðun var tekin af skipulagsnefnd leikana en heilbrigðisráðuneyti Portúgals mældi með því að fresta vegna ástandsins í landinu vegna farsóttar. Evrópska frjálsíþróttasambandið mun fylgjast vel með gangi mála og meta síðar hvaða dagsetning kemur til greina […]

meira...

Meistaramót Íslands öldunga frestað

Meistaramóti Íslands öldunga hefur verið frestað um óákveðin tíma. Meistaramót Íslands í fjölþrautum fer þó fram helgina 20. – 21. febrúar í Laugardalshöll og fer skráning fram í gegnum mótaforritið Þór. Skráningarfrestur er til hádegis þriðjudagsins 16. febrúar. Drög að tímaseðli má finna hér. Boðsbréf mótsins má nálgast hér. ATH. MÍ öldunga er frestað um óákveðinn tíma.

meira...
1 2 3 4 5 272
X
X