Það helsta í fréttum

Sjáumst í Krikanum – Meistaramót Íslands um helgina

Stærsta mót ársins innanlands, Meistaramót Íslands fer fram í Kaplakrika um helgina, 25.-26. júní. Fremsta frjálsíþróttafólk landsins verður samankomið og mun keppa um 34 Íslandsmeistaratitla í einstaklingsgreinum.

Tilkynning frá FRÍ

Frjálsíþróttasamband Íslands og langhlaupanefnd vekja athygli framkvæmdaraðila götuhlaupa, hlaupaþjálfara og keppanda að úrslit þátttakenda eru ekki viðurkennd til afreka nema að uppfylltri reglugerð sambandsins um framkvæmd götuhlaupa.

VIKAN: Flottur árangur í Köben

Þrír Íslendingar kepptu á Copenhagen Athletics Games í Kaupmannahöfn á fimmtudaginn 16. júní. Tiana Ósk Whitworth (ÍR) náði sínum ársbesta árangri í 100 metra hlaupi er hún kom þriðja í mark á tímanum 11,71 sek. (+0,7).

Magnús Jakobsson fyrrverandi formaður FRÍ sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu

Það var sérstakt gleðiefni að sjá Magnús Jakobsson hljóta verðskuldaðan heiður er hann var sæmdur riddarakrossi 17. júní síðastliðinn. Í tilefni af því, örfá orð um Magnús.

Ert þú íþróttamaðurinn sem okkur vantar?

FRÍ leitar að fimm íþróttamönnum til að taka sæti í íþróttamannanefnd FRÍ. Skilyrði fyrir sæti í nefndinni er að íþróttamaður þarf að hafa keppt á Meistaramóti Íslands, Bikarkeppni FRÍ eða fyrir Íslands hönd á vegum FRÍ síðastliðna árið. Óskað er eftir tilnefningu frá sambandsaðilum FRÍ um tvo íþróttamenn á þeirra vegum, einn karl og eina konu.

VIKAN: Aldursflokkamet og mótsmet

Arnar Logi Brynjarsson (ÍR) bætti aldursflokkamet í 200 metra hlaupi pilta 15 ára er hann hljóp á 23,16 sek. (-1,0) á NI and Ulster Age Group Championships í Antrim í Bretlandi.

Bætingar í Finnlandi

Um helgina fór fram Norðurlandameistaramót í fjölþrautum í Seinajoki í Finnlandi. María Rún Gunnlaugsdóttir hafnaði í sjötta sæti í sjöþraut kvenna og hlaut 5160 stig. Ísold Sævarsdóttir (FH) varð í áttunda sæti í sjöþraut U18 en Ísold er aðeins 15 ára gömul.

Frábær árangur á Möltu

Í dag fór fram Smáþjóðameistaramót á Möltu og náðist frábær árangur. Íslendingar fengu alls tíu verðlaun, tvö gull, sex silfur og tvö brons. Kolbeinn Höður Gunnarsson (FH) setti mótsmet í bæði 100 metra og 200 metra hlaupi. Hann kom í mark á 10,59 sek. (+0,1) í 100 metra hlaupi. Hann hljóp á 21,40 sek í 200 metra hlaupi en hann á Íslandsmetið í greininni sem er 20,96 sek.

NM í fjölþrautum á morgun

Á morgun hefst NM í fjölþrautum og fer mótið fram í Seinajoki í Finnlandi. Fimm Íslendingar skráðir til leiks. Ísak Óli Traustason (UMSS) og Dagur Fannar Einarsson (ÍR) keppa í tugþraut karla.

Keppni á Möltu hefst á morgun

Á morgun fer fram Smáþjóðameistaramót á Möltu þar sem sextán Íslendingar eru á meðal keppenda. Sautján þjóðir eru skráðar til leiks í ár og hefst keppni klukkan 10:00.

Í dag er

24. júní 2022

Sía eftir

Erna rauf sautján metra múrinn

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Dæmi um leit