Hlynur að bæta eigið met í 10.000 metra hlaupi

Hlynur Andrésson bætti í dag eigið met í 10.000 metra hlaupi á braut. Metið setti hann á hollenska meistaramótinu. Hlynur kom í mark á 28:55,47 mínútum og bætti eigið met um tæpa hálfa mínútu. Fyrra met Hlyns var 29:20,92 mínútur frá árinu 2018. Hlynur fékk mjög harða samkeppni en sá sem kom fyrstur í mark […]

meira...

Íslandsmeistarar í 5 km götuhlaupi

Víðavangshlaup ÍR sem jafnframt er meistaramót í 5 km götuhlaupi fór fram í gærkvöldi við ágætis aðstæður.  ÍR-ingar eru ákaflega stoltir af langri og samfelldri sögu Víðavangshlaups ÍR og þeim mikilvægt að rjúfa ekki sögu þess. 200 þátttakendur voru skráðir til leiks og luku 163 hlaupi. Áratugir eru síðan eins fáir keppendur mættu til leiks […]

meira...

Guðni að bæta 31 árs gamalt Íslandsmet

Guðni Valur Guðnason bætti síðdegis í dag Íslandsmetið í kringlukasti á Haustkastmóti ÍR í Laugardalnum. Guðni Valur kastaði kringlunni 69,35 metra og bætti um leið 31 árs gamalt Íslandsmet í greininni. Fyrra metið var 67,64 metrar sem Vésteinn Hafsteinsson setti árið 1989. Metið hafði því staðið lengi en Vésteinn var á sínum tíma einn fremsti […]

meira...

Anna og Arnar Íslandsmeistarar

Meistaramót Íslands í 5.000 og 10.000 metra hlaupi á braut fór fram í Kaplakrika í gær. Íslandsmeistari í 10.000 metra hlaupi varð Arnar Pétursson, Breiðablik, þegar hann kom í mark á 32:48,38 mínútum. Í 5.000 metra hlaupi kom Anna Karen Jónsdóttir, FH, fyrst í mark á 18:34,57 mínútum og tryggði sér þar með Íslandsmeistaratitilinn. Heildar […]

meira...

Besti árangur frá upphafi í lóðkasti

Hilmar Örn Jónsson keppti í kastþraut Óla Guðmunds á Selfossi á föstudaginn. Þar keppti hann í lóðkasti með 15 kg lóð. Hilmar kastaði lóðinu 21,87 metra sem er besti árangur Íslendings frá upphafi í greininni. Ekki er algengt að keppt sé í þessari grein en sleggjukastarar eru oft einnig sterkir í lóðkasti. Metið átti Bergur […]

meira...

Kristín í þriðja sæti afrekalistans

Í gær fór fram Origo mót FH í Kaplakrika þar sem keppt var í kringlukasti og sleggjukasti. Kristín Karlsdóttir, FH, náði frábærum árangi þegar hún kastaði 53,53 metra í kringlukasti. Kristín var að bæta sinn besta árangur um tæpa tvo metra en fyrir hafði hún kastað lengst 51,66 metra í byrjun júní. Með árangrinum komst […]

meira...

Nýjar dagsetningar fyrir þing FRÍ

Þing FRÍ mun fara fram dagana 2. og 3.október í Hraunseli við Flatahraun 3 í Hafnarfirði. Þingið verður sett kl. 17:00 2.október í Hraunseli, skráning þingfulltrúa verður frá kl. 16:20. Dagskrá verður send út tveimur vikum fyrir þing. Eins og áður er þingið auglýst á þessum dagsetning með fyrirvara um frestun sem stuttum fyrirvara.

meira...

Þingi FRÍ frestað

Stjórn FRÍ hefur í ljósi sóttvarnaraðstæðna ákveðið að fresta fyrirhuguðu ársþingi FRÍ sem halda átti 11.-12. sept. í Hafnarfirði. Horft er til þess að mjög fljótlega megi boða til nýrra dagsetninga í október, á sama stað, í ljósi tilslakanna. Að sama skapi færast frestir um þingskjöl til sbr. lög FRÍ. Stjórn FRÍ vonast til þess […]

meira...

HSK bikarmeistari 15 ára og yngri

Bikarkeppni FRÍ 15 ára og yngri fór fram á Selfossi fyrr í dag. Sjö lið frá sex félögum kepptu í tuttugu greinum um Bikarmeistartitilinn. Í heildarstigakeppninni sigraði A-lið HSK en HSK/Selfoss hefur sigrað þessa keppni fjórum sinnum á síðustu fimm árum. HSK-A sigraði með 110 stig, í öðru sæti varð Ármann með 103 stig og […]

meira...

Hilmar og Vigdís að bæta eigin Íslandsmet

FH-ingarnir og sleggjukastararnir Hilmar Örn Jónsson og Vigdís Jónsdóttir bættu bæði eigin Íslandsmet í sleggjukasti á Origo móti FH í Kaplakrika í dag. Hilmar Örn kastaði 75,90 sentimetra í sínu öðru kasti og bætti fimm daga gamalt Íslandsmet sitt um 8 sentimetra. Í sínu fimmta kasti flaug sleggjan svo 77,10 metra sem er tíundi besti […]

meira...
1 2 3 266
X
X