Vorfjarnám 2020

Vorfjarnám 1. og 2. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst mánudaginn 3. feb. nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. stigi. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ hverju sinni. Nám beggja stiga er allt í fjarnámi, engar […]

meira...

Dómaranámskeið

Frjálsíþróttasamband Íslands boðar til námskeiðs í dómgæslu í frjálsíþróttum á tveggja kvölda námskeiði þriðjudaginn 21. og miðvikudaginn 22. janúar 2020. Fyrra kvöldið verður farið yfir almenn atriði varðandi dómgæslu og hlaupagreinar. Seinna kvöldið verður farið yfir vallargreinar, þ.e. stökk og köst auk fjölþrauta. Í boði er fullt námskeið sem lýkur með skriflegu prófi og að […]

meira...

Frjálsíþróttaárið 2019

Svitadroparnir falla niður einn af öðrum, húðin klístruð og andardrátturinn ör. Íslenski hópurinn stendur þétt saman en að honum beinast augu úr öllum áttum. Augnaráðin eru ógnandi en í þeim má greina ótta. Ótta við það að hafa orðið undir í baráttunni. Í íslenska hópnum kraumar hins vegar spenna og eftirvænting. En samt sem áður […]

meira...
Vilhjálmur Einarsson

Vilhjálmur Einarsson látinn

Frjálsíþróttahreyfingin syrgir nú einn af sínum allra fremstu sonum eftir að hinn frækni þrístökkvari, silfurmaðurinn Vilhjálmur Einarsson lést í gærkvöldi á Landspítalanum í Reykjavík á sínu 86. aldursári. Afrek Vilhjálms eru einstök á íþróttasviðinu, silfur á Ólympíuleikum, brons á Evrópumóti og Íslandsmet í þrístökki sem brátt hefur staðið í sextíu ár! Að vonum hlaut Vilhjálmur margvíslegar […]

meira...

Stórmótahópur FRÍ 2020

Tólf íþróttamenn hafa náð tilskyldum lágmörkum í Stórmótahóp FRÍ 15-22 ára 2019-2020. Þessir íþróttamenn eru: Eva María Baldursdóttir Glódís Edda Þuríðardóttir Kristján Viggó Sigfinnsson Birna Kristín Kristjánsdóttir Elísabet Rut Rúnarsdóttir Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir Valdimar Hjalti Erlendsson Erna Sóley Gunnarsdóttir Tiana Ósk Whitworth Þórdís Eva Steinsdóttir Andrea Kolbeinsdóttir Irma Gunnarsdóttir Hægt er að sjá lágmörkin inn […]

meira...

Úrvalshópur unglinga 2019-2020

Frjálsíþróttasamband Íslands hefur birt nýjan Úrvalshóp unglinga 15-19 ára. Hópinn er hægt að sjá hér. Hópurinn samanstendur af íþróttamönnum sem náðu viðmiðum á utanhússtímabilinu 2019 en þeir sem ná viðmiðum á innanhússtímabilinu haust 2019-vor 2020 bætast við hópinn í mars. Árangursviðmiðin má sjá hér. Stefnt er að því að hafa æfingabúðir fyrir Úrvalshópinn í byrjun apríl […]

meira...

Tiana á nýju Íslandsmeti

Tiana Ósk Whitworth hóf nám við San Diego State University í Bandaríkjunum í haust og mun einnig keppa í spretthlaupi fyrir skólann. Hún keppti síðustu helgi á sterku móti í 60 metra hlaupi, 150 metra hlaupi og 4×400 metra hlaupi utanhúss. 60 metra hlaup og 150 metra hlaup utanhúss eru ekki hefðbundndar keppnisgreinar en samt […]

meira...

Hlynur í 40. sæti á EM

Evrópumótið í víðavangshlaupum fór fram á sunnudaginn þar sem Hlynur Andrésson var á meðal keppenda. Hann kom fertugasti í mark af þeim 92 keppendum sem hófu hlaupið. Tími hans í hlaupinu var 31:56 mínúta en hlaupið var 10.225 metar. Sigurvegarinn var Robel Fsiha frá Svíþjóð á 29:59 mínútum. Hér má sjá öll úrslit mótsins.

meira...

Finnst þér gaman að skrifa fréttir, taka myndir og ferðast?

Frjálsíþróttasamband Íslands auglýsir eftir verkefnastjóra miðlunarmála í hlutastarf. Starfið felst í því að kynna og stýra fréttaflutningi af frjálsíþróttamótum í máli og myndum, samskipti við fjölmiðla og umsjón með samfélagsmiðlum FRÍ. Markmið starfsins er að fréttaflutningur sé faglegur og stuðli að auknum sýnileika frjálsíþrótta á Íslandi. Starfið felur í sér kvöld og helgarvinnu. Hæfniskröfur eru: […]

meira...

Hlynur á EM í víðavangshlaupum

Evrópumótið í víðvangshlaupum fer fram á morgun, sunnudaginn 8. desember í Portúgal. Alls eru keppendur á mótinu 602 talsins frá 40 löndum og eiga Íslendingar einn fulltrúa. Hlynur Andrésson keppir fyrir Íslands hönd. Hann hefur keppni klukkan 12:35 og mun hlaupa 10.225 metra. Hlynur Andrésson er einn fremsti frjálsíþróttamaður Íslands og á þónokkur Íslandsmet allt […]

meira...
1 2 3 253
X
X