Stórmótahópur FRÍ 2021

Stórmótahópur FRÍ 2021 hefur verið birtur og hann er að finna hér. Unglinganefnd ákvað að hafa sama hóp og á síðasta tímabili vegna COVID-19, en þeir sem ná lágmörkum á stórmót koma inn í hópinn jafn óðum. Lágmörkin inn á stórmótin, sem og önnur mót fyrir unglinga og ungmenni, er að finna hér. Nánari upplýsingar um viðmið […]

meira...

Viðtal við Guðna Val á heimasíðu World Athletics

World Athletics birti skemmtilegt viðtal við Guðna Val Guðnason, Íslandsmeistara og Íslandsmetahafa í kringlukasti, á heimasíðu sinni í dag. Hann setur stefnuna á Ólympíuleikana í Tokyo sem fara fram í sumar eftir að hafa verið frestað árið 2020 vegna COVID-19. Í greininni er farið yfir upphaf Guðna í frjálsum og ferilinn en einnig viðtal við […]

meira...

HM í utanvegahlaupum 2021

Frjálsíþróttasamband Íslands hyggst senda landslið, karla og kvenna, til keppni á Heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupum sem fram fer laugardaginn 11-13. nóvember 2021 í Chiang Mai (Tælandi ).   Áhugasömum hlaupurum er bent á valreglur FRÍ sem finna má hér. Umsóknum skal skila til Langhlaupanefndar FRÍ á netfangið langhlaupanefnd@fri.is fyrir 30.janúar 2021.  Tilkynnt verður um valið eigi síðar en 15.febrúar […]

meira...

Nýjar reglur varðandi keppnisskó

Þann 28.júlí síðastliðinn gaf Alþjóðafrjálsíþróttasambandið (e. World Athletics) út nýja reglu varðandi keppnisskó. Sú regla, eða regla 5, segir til um leyfilega þykkt sóla á skóm í alþjóðlegum keppnum.  Reglu 5 má finna hér en í henni er að finna reglur og upplýsingar varðandi klæðnað íþróttamanns í keppnum, keppnisnúmer og skó í keppnum (þykkt skósóla, […]

meira...

Tilslökun á takmörkunum

Samkvæmt nýja minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra þá er áformað að slaka á samkomutakmörkunum 13.janúar næstkomandi. Í þessu minnisblaði kemur fram að íþróttaæfingar barna og fullorðinna verði heimilar og hámarksfjöldi fullorðinna í hverju hólfi verður 50 manns. Um hámarksfjölda barna á íþróttaæfingum gilda sömu fjöldatakmarkanir og í skólastarfi. Einnig er lagt til í minnisblaðinu að íþróttakeppnir […]

meira...

Frestun á MÍ 15-22 ára

Tekin hefur verið sú ákvörðun að fresta Meistaramóti Íslands 15-22 ára sem átti að fara fram 16.-17.janúar um óákveðinn tíma.  Mótaskrá innanhúss tímabilsins er vissulega í uppnámi og því er mikilvægt að félög, íþróttamenn og allir þeir sem koma að frjálsíþróttamótum séu meðvitaðir um það að mótum gæti verið frestað með stuttum fyrirvara. Stefnt er […]

meira...

Guðni Valur í sjöunda sæti

Samtök íþróttafréttamanna útnefndu í gær íþróttamann ársins eins og hefð er fyrir ár hvert. Alls fengu 25 íþróttamenn atkvæði í kjörinu í ár og þar á meðal voru fimm frjálsíþróttamenn. Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason varð sjöundi í kjörinu. Guðni Valur bætti Íslandsmetið í kringlukasti sem staðið hafði í 31 ár og átti fimmta lengsta kast […]

meira...

Staðfesting Íslandsmeta

Íslandsmet Hlyns Andréssonar í 10.000 metra hlaupi og hálfu maraþoni hafa verið staðfest. Hlynur setti metið í 10.000 metra hlaupi í september á hollenska meistaramótinu. Metið í hálfu maraþoni setti hann á HM í hálfu maraþoni sem fram fór í Póllandi í október. Íslandsmet Hilmars Arnar Jónssonar hefur verið staðfest. Einnig hefur Íslandsmet Vigdísar Jónsdóttur […]

meira...

Afreksúthlutun 2020

Úthlutað hefur verið úr afrekssjóði FRÍ fyrir árið 2020. Meginhlutverk afrekssjóðs FRÍ er að búa afreksfólki og afreksefnum í frjálsíþróttum fjárhagslega og faglega umgjörð til að hámarka árangur sinn.Styrkveitingar skulu hafa það að meginmarkmiði að styðja við afreksfólk og afreksefni vegna undirbúnings og verkefna, jafnt á fjárhagslegan hátt sem og með aðgengi að ráðgjöf og […]

meira...

Viðurkenningar 2020

Árið 2020 hefur verið óvenjulegt en það hefur ekki stoppað okkar fólk frá því að ná frábærum árangri. Þrautseigja og dugnaður er einkennandi fyrir framúrskarandi íþróttafólk og þrífst það í mótlæti eins og árið hefur verið. Vegna þjóðfélagsaðstæðna er ekki hægt að halda hefðbundna uppskeruhátíð og því þess í stað verður viðurkenningum ársins gerð hér […]

meira...
1 2 3 269
X
X