Stærsta mót ársins innanlands, Meistaramót Íslands fer fram í Kaplakrika um helgina, 25.-26. júní. Fremsta frjálsíþróttafólk landsins verður samankomið og mun keppa um 34 Íslandsmeistaratitla í einstaklingsgreinum.
Frjálsíþróttasamband Íslands og langhlaupanefnd vekja athygli framkvæmdaraðila götuhlaupa, hlaupaþjálfara og keppanda að úrslit þátttakenda eru ekki viðurkennd til afreka nema að uppfylltri reglugerð sambandsins um framkvæmd götuhlaupa.
Þrír Íslendingar kepptu á Copenhagen Athletics Games í Kaupmannahöfn á fimmtudaginn 16. júní. Tiana Ósk Whitworth (ÍR) náði sínum ársbesta árangri í 100 metra hlaupi er hún kom þriðja í mark á tímanum 11,71 sek. (+0,7).
Það var sérstakt gleðiefni að sjá Magnús Jakobsson hljóta verðskuldaðan heiður er hann var sæmdur riddarakrossi 17. júní síðastliðinn. Í tilefni af því, örfá orð um Magnús.
FRÍ leitar að fimm íþróttamönnum til að taka sæti í íþróttamannanefnd FRÍ. Skilyrði fyrir sæti í nefndinni er að íþróttamaður þarf að hafa keppt á Meistaramóti Íslands, Bikarkeppni FRÍ eða fyrir Íslands hönd á vegum FRÍ síðastliðna árið. Óskað er eftir tilnefningu frá sambandsaðilum FRÍ um tvo íþróttamenn á þeirra vegum, einn karl og eina konu.
Arnar Logi Brynjarsson (ÍR) bætti aldursflokkamet í 200 metra hlaupi pilta 15 ára er hann hljóp á 23,16 sek. (-1,0) á NI and Ulster Age Group Championships í Antrim í Bretlandi.
Um helgina fór fram Norðurlandameistaramót í fjölþrautum í Seinajoki í Finnlandi. María Rún Gunnlaugsdóttir hafnaði í sjötta sæti í sjöþraut kvenna og hlaut 5160 stig. Ísold Sævarsdóttir (FH) varð í áttunda sæti í sjöþraut U18 en Ísold er aðeins 15 ára gömul.
Í dag fór fram Smáþjóðameistaramót á Möltu og náðist frábær árangur. Íslendingar fengu alls tíu verðlaun, tvö gull, sex silfur og tvö brons. Kolbeinn Höður Gunnarsson (FH) setti mótsmet í bæði 100 metra og 200 metra hlaupi. Hann kom í mark á 10,59 sek. (+0,1) í 100 metra hlaupi. Hann hljóp á 21,40 sek í 200 metra hlaupi en hann á Íslandsmetið í greininni sem er 20,96 sek.
Á morgun hefst NM í fjölþrautum og fer mótið fram í Seinajoki í Finnlandi. Fimm Íslendingar skráðir til leiks. Ísak Óli Traustason (UMSS) og Dagur Fannar Einarsson (ÍR) keppa í tugþraut karla.
Á morgun fer fram Smáþjóðameistaramót á Möltu þar sem sextán Íslendingar eru á meðal keppenda. Sautján þjóðir eru skráðar til leiks í ár og hefst keppni klukkan 10:00.
Í dag er
Sía eftir
@fri2022
Erna rauf sautján metra múrinn
Skrifstofa
Engjavegur 6, 104 Reykjavík
Netfang
fri@fri.is
Sími
+354 514 4040
Dæmi um leit