Formannafundur FRÍ

Formannafundur FRÍ fer fram á morgun, laugardaginn 27. nóvember klukkan 10:00 í gegnum fjarfundakerfi. Dagskrá:  – Skýrsla formanns FRÍ– 75 ára afmæli FRÍ 2022– Fjármál FRÍ – Milliþinganefnd um keppni ungmenna– Mótaskrá 2022– Afreksverkefni FRÍ Hér er vefslóð á fundinn. 

meira...

Umsóknir vegna MÍ götuhlaupa

Langhlaupanefnd FRÍ óskar eftir áhugasömum hlaupahöldurum til að halda Meistaramót Íslands í  5 km, 10 km, 21,1 km og 42,2 km götuhlaupi árið 2022. Umsókn skal senda á netfangið langhlaupanefnd@fri.is fyrir 15.desember 2021. Í umsókn skal koma fram:  Fullt nafn hlaupahaldara Ábyrgðarmanns Staðsetning (hlaupaleið) Dagsetning hlaups og áætlað fjölda þátttakendur ásamt öðrum upplýsingum sem hlaupahaldari […]

meira...

Baldvin komst inn á NCAA í víðavangshlaupi

Baldvin Þór Magnússon keppti í 10 km víðavangshlaupi á Greates Lakes Regionals sem fór fram í Evansville, Indiana um helgina. Baldvin hafnaði í 18. sæti á tímanum 30:10,6 og fékk hann All-Region honor. Hann þurfti að bíða og sjá hvort að árangur hans myndi duga honum á Bandaríska háskólameistaramótið í víðavangshlaupi sem fer fram næstu […]

meira...

Fríða og Þórólfur með gull í Svíþjóð

Norðurlandameistaramót í víðavangshlaupi fór fram í Tullinge, Svíþjóð í dag. Þórólfur Ingi Þórsson sigraði sinn aldursflokk í öldungaflokki (40-45 ára) í 7,5 km hlaupi. Hann kom í mark á 28:50 mín. Í öðru sæti var Fredrik Sohlberg frá Svíþjóð á tímanum 29:38 mín og í því þriðja var Jakob Hedberg frá Svíþjóð á tímanum 35:15 […]

meira...

NM í víðavangshlaupi

Norðurlandameistaramót í víðavangshlaupi fer fram sunnudaginn 7. nóvember í Tullinge, Svíþjóð. Íslendingar eiga fjóra fulltrúa á mótinu. Hlynur Ólason og Andrea Kolbeinsdóttir keppa í fullorðins flokki og hlaupa þau 9 km. Þórólfur Ingi Þórsson og Fríða Rún Þórðardóttir keppa í öldungaflokki og hlaupa þau 7,5 km.  Fararstjóri er Burkni Helgason. Upplýsingar um mótið má finna hér.

meira...

Ellefu aldursflokkamet um helgina

Ellefu aldursflokkamet voru sett á Meistaramóti Íslands innanhúss, í flokkum 30 ára og eldri sem haldið var í Laugardalshöll 29.-30. október 2021. Bestu afrek mótsins unnu þau Fríða Rún Þórðardóttir (1970) úr ÍR, með árangri sínum í 3000m hlaupi (11:21,37) í flokki 50-54 ára og Helgi Hólm (1941) úr Keflavík, með árangri sínum í hástökki (1,20m) […]

meira...

Baldvin svæðismeistari í víðavangshlaupi

Baldvin Þór Magnússon varð um helgina svæðismeistari MAC (Mid-American Conference) í 8 km víðavangshlaupi í Ypsilanti, Michigan. Hann kom í mark á 24:05,7 mín. og er þetta hans fyrsti svæðismeistaratitill í þessari grein. Það eru fjögur ár síðan að Eastern Michigan háskólinn átti svæðismeistara í víðavangshlaupi og þá var það Hlynur Andrésson sem sigraði. Ég vissi […]

meira...

Andrea og Þórólfur á nýjum aldursflokkametum

Meistaramót Íslands í heilu og hálfu maraþoni fór fram í gær samhliða Haustmaraþon Félags maraþonhlaupara.  Í heilu maraþoni í karlaflokki varð Arnar Pétursson úr Breiðabliki Íslandsmeistari á tímanum 2:51:47. Í öðru sæti varð Gísli Helgason úr KR á tímanum 2:56:32 og í því þriðja varð Kristinn Logi Hallgrímsson úr Breiðabliki á tímanum 3:00:41. Í kvennaflokki […]

meira...

Meistaramót Íslands öldunga innanhúss

Frjálsíþróttadeild Fjölnis býður til Meistaramóts Íslands öldunga innanhúss og er mótið fyrir 30 ára og eldri. Mótið fer fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal 30.-31. október 2021. Skráning keppenda fer fram á netskraning.is. Skráningum skal skila inni eigi síðar en á miðnætti fimmtudaginn 28. okt. Engar skráningar verða á staðnum.  Drög að tímaseðli eru birt í […]

meira...

Evrópuþing og Golden Tracks 2021

Dagana 14.-16. október fór fram þing og ráðstefna Frjálsíþróttasambands Evrópu í Lausanne, Sviss. Þessir dagar fóru meðal annrs í vinnustofur, fundi og fræðslu. Einn dagur er í sjálft þingið og þar var kosið, m.a. til forseta (President) og varaforseta (Vice-President. Dobromir Karamarinov frá Búlgaríu var kosinn forseti en hann tók einmitt við af Svein Arne Hansen, […]

meira...
1 2 3 278
X
X