Tillögur um þjóðarleikvang fyrir frjálsíþróttir

Starfshópur um þjóðarleikvang fyrir frjálsíþróttir hefur skilað tillögum sínum og greinargerð til mennta- og menningarmálaráðuneytis. Í starfshópnum sátu fulltrúar frá Frjálsíþróttasambandi Íslands, Reykjavíkurborg og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) auk fulltrúa ráðuneytisins. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra skipaði starfshópinn síðasta vetur og var honum meðal annars falið að afla upplýsinga um þarfir fyrir mannvirki til lengri tíma, greina […]

meira...

Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs

Stjórn og skrifstofa FRÍ vilja minna stjórnir og starfsmenn aðildarfélaga, iðkendur, þjálfara og aðra sem koma að starfi innan frjálsíþróttahreyfingarinnar að kynna sér vel þær upplýsingar sem liggja fyrir á vegum ÍSÍ, fyrir hönd íþróttahreyfingarinnar, um kynferðislega áreitni og ofbeldi og einnig upplýsingar um samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs https://isi.is/fraedsla/kynferdisleg-areitni-og-ofbeldi/   Um er að ræða m.a. […]

meira...

75 ár frá Evrópumeistaratitli Gunnars Huseby

Í dag eru 75 ár frá því að Ísland eignaðist sinn fyrsta Evrópumeistara. Gunnar Huseby varð Evrópumeistari í kúluvarpi á Bislett leikvanginum í Osló árið 1946. Sigurkastið mældist 15,56 metrar sem var 30 sentimetrum lengra en annað sætið. Gunnar var búinn að kasta lengst 15,69 metra í undankeppninni en Gunnar keppti einnig í kringlukasti á […]

meira...

Elísabet fjórða í Nairobi

Elísabet Rut Rúnarsdóttir kastaði sig inn í úrslit í sleggjukasti í gær á HM U20 sem fram fer í Nairobi, Kenýa með kast upp á 59,78 metra. Það skilaði henni fjórða sæti í kast hópnum sínum og níunda sæti inn í úrslitin. Í dag keppti hún til úrslita og kastaði lengst 63,81 metra sem skilaði […]

meira...

Tveir Íslendingar á HM U20

Heimsmeistaramót undir 20 ára fer fram í Nairobi, Kenýa dagana 18.-22. ágúst og eru tveir Íslendingar skráðir til leiks. Elísabet Rut Rúnarsdóttir keppir í undankeppni í sleggjukasti á morgun, föstudag. Hún er í fyrri kasthóp og hefst keppni klukkan 6:10 að íslenskum tíma. Elísabet tryggði sér sæti í úrslitum á EM U20 í júlí og […]

meira...

Lágmörk á EM 2022

Lágmörk hafa verið gefin út fyrir Evrópumeistaramótið í frjálsum íþróttum sem fram fer í München dagana 15.-21. ágúst 2022.     Tímabilið sem íþróttamenn hafa til þess að ná lágmörkum: Í 10.000m, Maraþoni, 20km og 35km göngu og fjölþrautum hafa frjálsíþróttamenn 18 mánuði til þess að ná lágmarki. Frá 27. janúar 2021 til miðnættis 26. Júlí […]

meira...

FH og HSK/Selfoss Bikarmeistarar

Í dag fór fram Bikarkeppni FRÍ og voru það FH-ingar sem urðu þrefaldir Bikarmeistarar. FH sigraði karla-, kvenna- og heildarstigakeppnina og unnu alls sjö greinar. Í heildarstigakeppninni hlutu FH-ingar 74 stig, ÍR-ingar voru í öðru sæti með 67 stig og Fjöelding í því þriðja með 42 stig. ÍR-ingar unnu flestar greinar á mótinu eða níu […]

meira...

54. Bikarkeppni FRÍ um helgina

Bikarkeppni FRÍ og Bikarkeppni 15 ára og yngri fer fram í Kaplakrika um helgina. Það eru sex karla lið og fimm kvenna lið skráð til leiks í fullorðins flokki. Það var lið FH sem sigraði árið 2019 en ekki var keppt í fyrra vegna heimsfaraldurs. Keppni í fullorðins flokki hefst klukkan 13:00 á laugardag á […]

meira...

MÍ öldunga á Sauðárkróksvelli

Meistaramót Íslands í öldungaflokki fer fram á Sauðárkróksvelli þann 14.-15. ágúst. Skráning keppenda fer fram í ÞÓR, mótaforriti FRÍ. Skráningum skal skila inni eigi síðar en á miðnætti þriðjudaginn 10.ágúst. Hægt er að skrá keppendur þar til kl. 10 á föstudaginn 13. ágúst gegn þreföldu skráningargjaldi skv. reglum FRÍ og sendist sú skráning á umss@umss.is. […]

meira...

Guðni hefur lokið keppni

Guðni Valur Guðnason keppti í undankeppni í kringlukasti á Ólympíuleikunum í nótt. Kasta þurfti 66,00 metra til að tryggja sæti beint í úrslitum og reyndust öll þrjú köst hans ógild. Fyrsta kast fór í netið, annað út fyrir geira og það þriðja var rétt rúmlega 55 metrar og ákvað Guðni ekki að láta mæla það. […]

meira...
1 2 3 276
X
X