Andrea og Þórólfur á nýjum aldursflokkametum

Meistaramót Íslands í heilu og hálfu maraþoni fór fram í gær samhliða Haustmaraþon Félags maraþonhlaupara.  Í heilu maraþoni í karlaflokki varð Arnar Pétursson úr Breiðabliki Íslandsmeistari á tímanum 2:51:47. Í öðru sæti varð Gísli Helgason úr KR á tímanum 2:56:32 og í því þriðja varð Kristinn Logi Hallgrímsson úr Breiðabliki á tímanum 3:00:41. Í kvennaflokki […]

meira...

Meistaramót Íslands öldunga innanhúss

Frjálsíþróttadeild Fjölnis býður til Meistaramóts Íslands öldunga innanhúss og er mótið fyrir 30 ára og eldri. Mótið fer fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal 30.-31. október 2021. Skráning keppenda fer fram á netskraning.is. Skráningum skal skila inni eigi síðar en á miðnætti fimmtudaginn 28. okt. Engar skráningar verða á staðnum.  Drög að tímaseðli eru birt í […]

meira...

Evrópuþing og Golden Tracks 2021

Dagana 14.-16. október fór fram þing og ráðstefna Frjálsíþróttasambands Evrópu í Lausanne, Sviss. Þessir dagar fóru meðal annrs í vinnustofur, fundi og fræðslu. Einn dagur er í sjálft þingið og þar var kosið, m.a. til forseta (President) og varaforseta (Vice-President. Dobromir Karamarinov frá Búlgaríu var kosinn forseti en hann tók einmitt við af Svein Arne Hansen, […]

meira...

Meistaramót Íslands í hálfu og heilu maraþoni

Meistaramót Íslands í hálfu og heilu maraþoni verður Haustmaraþon Félags Maraþonhlaupara sem fer fram 23. október. Leiðin liggur í fallegu umhverfi eftir helstu stígum borgarinnar eins fjarri allri bílaumferð og frekast er unnt. Sjá kort af hlaupaleið hér. Maraþonið hefst klukkan 8:00 Hálfmaraþonið hefst klukkan 11:00 Skráning fer fram á netskraning.is. Forskráningu lýkur kl. 18 föstudaginn 22. október […]

meira...

Úrvalshópur 2021-2022

Frjálsíþróttasamband Íslands hefur birt nýjan Úrvalshóp 2021-2022 og eru um 30 íþróttamenn í hópnum. Þessi hópur er tekinn út út frá árangri utanhúss og verður bætt við hópinn eftir innanhúss tímabilið 2022. Hægt er að sjá hópinn hér.  Árangursviðmið má finna hér. Allar ábendingar eða spurningar um hópinn skal senda á iris@fri.is. Stofnaður hefur verið lokaður […]

meira...

Clausen bræður útnefndir í Heiðurshöll ÍSÍ

Um helgina voru tvíburabræðurnir og frjálsíþróttamennirnir Örn Clausen og Haukur Clausen útnefndir af framkvæmdastjórn ÍSÍ í Heiðurshöll ÍSÍ. Þeir eru 21. og 22. einstaklingurinn sem hljóta útnefningu. Þeir voru einna fremstir íslenskra íþróttamanna um 1950 og áttu frábæran feril þrátt fyrir að vera of stuttur að flestra mati. Bræðurnir kepptu fyrir ÍR og tóku þátt í […]

meira...

Andrea og Arnar Íslandsmeistarar

Meistaramót Íslands í víðavangshlaupi fór fram í Laugardalnum í dag og voru um 80 keppendur skráðir til leiks.  Í kvennaflokki sigraði Andrea Kolbeinsdóttir úr ÍR á tímanum 32:15 mínútur. Í öðru sæti var Íris Anna Skúladóttir úr Fjölni á tímanum 34:27 mínútur og í þriðja sæti var Verena Karlsdóttir á tímanum 35:18 mínútur.  Í karlaflokki […]

meira...

Meistaramót Íslands í víðavangshlaupi

Meistaramót Íslands í víðavangshlaupi fer fram laugardaginn 9. október í Laugardalnum. Hlaupið fer fram hjá Laugardalshöll laugardaginn 9. október 2021, kl. 10:00-12:00. Ræst er á æfingavelli Þróttar, við hliðina á Laugardalshöll, og hlaupið í grasbrekkum og malarstígum þar í kring. Brautin er nokkuð hæðótt. Skráning hefst á mánudaginn 4. október og fer fram á netskraning.is. Skráningargjaldið er […]

meira...

Tillögur um þjóðarleikvang fyrir frjálsíþróttir

Starfshópur um þjóðarleikvang fyrir frjálsíþróttir hefur skilað tillögum sínum og greinargerð til mennta- og menningarmálaráðuneytis. Í starfshópnum sátu fulltrúar frá Frjálsíþróttasambandi Íslands, Reykjavíkurborg og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) auk fulltrúa ráðuneytisins. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra skipaði starfshópinn síðasta vetur og var honum meðal annars falið að afla upplýsinga um þarfir fyrir mannvirki til lengri tíma, greina […]

meira...

Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs

Stjórn og skrifstofa FRÍ vilja minna stjórnir og starfsmenn aðildarfélaga, iðkendur, þjálfara og aðra sem koma að starfi innan frjálsíþróttahreyfingarinnar að kynna sér vel þær upplýsingar sem liggja fyrir á vegum ÍSÍ, fyrir hönd íþróttahreyfingarinnar, um kynferðislega áreitni og ofbeldi og einnig upplýsingar um samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs https://isi.is/fraedsla/kynferdisleg-areitni-og-ofbeldi/   Um er að ræða m.a. […]

meira...
1 2 3 277
X
X