fram Meistaramót Íslands í 5 km götuhlaupi samhliða víðavangshlaupi ÍR. Íslandsmeistari kvenna í 5 km götuhlaupi varð Andrea Kolbeinsdóttir (ÍR) á tímanum 17:09. Í öðru sæti var Íris Anna Skúladóttir (FH) á tímanum 17:24. Íris Dóra Snorradóttir (FH) varð þriðja á tímanum 18:31.
Í vikunnni féll eitt Íslandsmet en það var Baldvin Þór Magnússon (UFA) sem bætti Íslandsmet Hlyns Andréssonar (ÍR) í 5000m hlaupi í nótt. Hann kom tíundi í mark í sínum riðli á tímanum 13:32,47 mín. á Bryan Clay Invitational mótinu í Azusa, California.
Baldvin Þór Magnússon (UFA) bætti Íslandsmet Hlyns Andréssonar (ÍR) í 5000m hlaupi í nótt. Hann kom tíundi í mark í sínum riðli á tímanum 13:32,47 mín. á Bryan Clay Invitational mótinu í Azusa, California. Fyrra metið var 13:41,06 mín sem Hlynur setti í júlí á síðasta ári.
Á sumardaginn fyrsta, 21. apríl fer eitt fjölmennasta 5 km hlaup landsins fram í hjarta borgarinnar og liggur hlaupaleiðin um miðbæinn. Víðavangshlaup ÍR er eitt af fáum götuhlaupum landsins þar sem götum er lokað og hlauparar fá tækifæri til að leggja þær óáreittir undir sig.
Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir (ÍR) bætti eigið skólamet í sleggjukasti er hún kastaði 59,35 metra á South Florida Invitational í Tampa, Flórída. Hún keppir fyrir Virginia Commonwealth University.
Skráninganefnd FRÍ leitar að aðilum til að vera með í stafrænni vegferð frjálsíþróttasambandssins. Ertu reynslubolti sem langar að leggja þitt að mörkum eða ertu að stíga þín fyrstu skref í hugbúnaðarþróun og langar að læra meira?
Hlynur hljóp hálfmaraþon í Berlín, utanhússtímabilið er í fullum gangi í Bandaríkjunum og sextán aldursflokkamet voru sett á MÍ 30 ára og eldri.
Um helgina fór fram Meistaramót Íslands 30 ára og eldri í Kaplakrika. Alls tóku 65 keppendur frá ellefu félögum þátt og var keppt í 12 greinum karla og kvenna og í hinum ýmsu aldursflokkum.
Meistaramót Íslands 30 ára og eldri fer fram um helgina, dagana 2. og 3. apríl í Kaplakrika. Það eru um 30 keppendur skráðir og hefst fyrsta grein klukkan 10:00 báða dagana.
Nú er utanhússtímabilið hafið í Bandaríkjunum og náðist glæsilegur árangur um helgina. Guðni Valur og Mímir náðu sínum ársbesta árangur í Krikanum á Vorkastmóti FH.
Í dag er
Sía eftir
@fri2022
Keppni í Leiria hefst á morgun
Skrifstofa
Engjavegur 6, 104 Reykjavík
Netfang
fri@fri.is
Sími
+354 514 4040
Dæmi um leit