Blikar með fjóra titla á heimavelli

Um helgina fór fram Meistaramót Íslands í fjölþrautum og í 10.000m hlaupi á braut á Kópavogsvelli.  Í tugþraut karla var það Blikinn Ingi Rúnar Kristinsson sem sigraði á heimavelli. Ingi hlaut 6501 stig fyrir sína þraut. Andri Fannar Gíslason úr KFA var annar með 6373 stig og Ísak Óli Traustason úr UMSS var í þriðja […]

meira...

MÍ í fjölþrautum og 10.000m um helgina

Um helgina, 24.-25. júlí fer fram Meistaramót Íslands í fjölþrautum og 10.000 metra hlaupi á braut. Mótið fer fram á Kópavogsvelli og hefst keppni í fjölþrautum klukkan hálf tíu á laugardag.  Í fyrra var það Benjamín Jóhann Johnsen úr ÍR sem sigraði tugþrautina og Þórdís Eva Steinsdóttir úr FH sem sigraði sjöþrautina. Það eru fjórir […]

meira...

Vill njóta íþróttarinnar

Hlynur Andrésson bætti í gær Íslandsmetið í 5000 metra hlaupi en aðeins er vika síðan Baldvin Þór Magnússon bætti þá vikugamalt met Hlyns. Hlynur kom sjötti í mark á tímanum 13:41,06 mínútum og bætti met Baldvins um tæpar fjórar sekúndur. Íslandsmetið í 5000 metra hlaupi hefur fallið fjórum sinnum á tímabilinu.  Í mars bætti Baldvin […]

meira...

Elísabet sjöunda í Tallinn

Elísabet Rut Rúnarsdóttir kastaði sig inn í úrslit í sleggjukasti í gær með kast upp á 60,61 metra. Það skilaði henni fjórða sæti í kast hópnum sínum og áttunda sæti inn í úrslitin. Í dag keppti hún til úrslita og endaði í sjöunda sæti með kast upp á 60,87 metra. Það var Finninn Silja Kosonen […]

meira...

Þrír Íslendingar á EM U20 ára

Evrópumeistaramót undir 20 ára fer fram í Tallinn dagana 15.-18. júlí og eru þrír Íslendingar skráðir til leiks.  Eva María Baldursdóttir keppir í undankeppni í hástökki á föstudag. Hún á best 1,81 metra og hefur stokkið hæst 1,78 metra í ár. Eva hefur tekið þátt í mörgum landsliðs verkefnum í bæði unglinga og í fullorðins […]

meira...

Baldvin með brons á EM U23

Baldvin Þór Magnússon hirti 3.sætið í 5000m hlaupi karla á nýju Íslandsmeti á EM U23. Hann kom í mark á tímanum 13:45,00 og bætir því tímann hans Hlyns um tuttugu sekúndubrot. Hann er jafnframt fyrsti íslenski karlmaðurinn til að vinna til verðlauna á Evrópumeistaramóti U23. Það var Þjóðverjinn Mohamed Mohumed sem sigraði 5000 metra hlaupið […]

meira...

EM U23 hefst á morgun

Evrópumeistaramót undir 23 ára fer fram í Talinn, Eistlandi 8.-11 júlí. Keppendur á mótinu eru allir á aldrinum 20-22 ára. Það er síðasti aldursflokkurinn fyrir fullorðinsflokk og því má búast við sterku móti. Það eru fimm Íslendingar skráðir til leiks á mótinu. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir keppir í 200 metra hlaupi en hún á einnig Íslandsmetið […]

meira...

Eitt Íslandsmet og tvö aldursflokkamet féllu um helgina

Hlynur með enn eitt Íslandsmetið, tvö aldursflokkamet og tíu mótsmet féllu á Selfossi um helgina og flottur árangur í Mannheim.  Hlynur Andrésson setti í gær Íslandsmet í 5000 metra hlaupi á KBC Nacht mótinu í Heusden-Zolder, Belgíu! Hann kom í mark á 13:45, 20 en fyrra metið var 13:45,66 mínútur sem Baldvin Þór setti í […]

meira...

Frjálsíþróttaveisla um helgina

Skemmtileg helgi framundan í frjálsum íþróttum. Meistaramót Íslands 15-22 ára hefst á laugardag á Selfossi. Tveir Íslendingar keppa á Bauhaus Junioren Gala í Mannheim og Hlynur hleypur 5000m í Belgíu. MÍ 15-22 ára Meistaramót Íslands 15-22 ára fer fram á Selfossvelli um helgina og eru um 160 keppendur skráðir. Það voru ÍR-ingar sem unnu heildarstigakeppnina […]

meira...

Arnar og Sigþóra Íslandsmeistarar í 10km

Meistaramót Íslands í 10km götuhlaupi fór fram á Akureyri í gær samhliða Akureyrahlaupinu. Í karlaflokki sigraði Arnar Pétursson á tímanum 31:53 mínútum. Í öðru sæti var Egill Örn Gunnarsson á tímanum 40:16  mínútum og þriðji var Stefán Ármann Hjaltason einnig á 40:16 mínútum. Í kvennaflokki var það Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir sem sigraði á tímanum 36:59 […]

meira...
1 2 3 4 276
X
X