Evrópumeistaramótið í frjálsíþróttum fer fram næsta sumar í Birmingham, dagana 10.–16. ágúst 2026.
Á síðasta EM, sem haldið var í Róm 2024, kepptu átta íslenskir keppendur sem var mesti fjöldi í 66 ár, eða frá EM 1958. Það er því von okkar að margt íslenskt frjálsíþróttafólk tryggi sér þátttöku á EM í Birmingham og að stuðningsfólk fái að njóta þess að fylgja þeim á vellinum.
👉 Nú er miðasalan hafin og hvetjum við áhugasama til að tryggja sér sæti tímanlega.
Hérna er hægt að nálgast miða.
Hérna má sjá tímaseðil mótsins.
FRÍ hefur lengi haft hug á að gera skipulagða ferð fyrir íslenska stuðningsmenn á stórmót erlendis, og ef hópurinn verður nægur gæti sú hugmynd orðið að veruleika. Því biðjum við þá sem kaupa miða að láta okkur vita – þannig getum við metið áhugann og skoðað næstu skref.