Núna á laugardaginn, 9. ágúst, fer Brúarhlaupið á Selfossi fram í 36. sinn. 5 km og 10 km hlaupin eru FRÍ vottuð og er 10 km hlaupið ræst kl. 11:30 og 5 km hlaupið kl. 12:00, bæði á Árvegi fyrir neðan/norðan Krónuna á Selfossi.
Um er að ræða skemmtilegt hlaup við góðar aðstæður þar sem hlaupaleiðin er flöt og skjólgóð og veðurspáin fyrir laugardaginn lítur mjög vel út þannig að um að gera að reima á sig hlaupaskóna og mæta á Selfoss.
Skráning og nánari upplýsingar má finna á hlaup.is.
Í gær birtist skemmtilegt viðtal á mbl.is við Helga Haraldsson forsvarsmann hlaupsins um sögu hlaupsins og hlaupaleiðina.