Breiðholtsmílan – nýtt götu- og víðavangshlaup fyrir alla krakka og unglinga

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Breiðholtsmílan – nýtt götu- og víðavangshlaup fyrir alla krakka og unglinga

Frjálsíþróttadeild ÍR stendur fyrir skemmtilegu götu- og víðavangshlaupi núna í september, sem kallast Breiðholtsmílan, og er fyrir alla krakka og unglinga. Eins og nafnið gefur til kynna er um mílulangt hlaup að ræða, en ein míla er rétt um 1600 m. Míluhlaupið er fyrir krakka á aldrinum 11-16 ára (fædd 2009-2014) og einnig verður boðið upp á kvartmíluhlaup, rétt rúma 400 m, fyrir krakka á aldrinum 6-10 ára. Ræsing og endamark er á frjálsíþróttavelli ÍR við Skógarsel.

Um er að ræða þrjú hlaup, 6., 13. og 20. september og er rástíminn klukkan 11:00. Skráning er á staðnum (á ÍR-vellinum) milli kl. 10:00 og 10:50 og það er ekkert þátttökugjald.

Hvetjum alla krakka og unglinga sem áhuga hafa á skemmtilegum hlaupum að mæta á ÍR völlinn á laugardögum núna í september og taka þátt í Breiðholtsmílunni. Samanlagður tími í tveimur hlaupum gildir til verðlauna í þrjú fyrstu sæti í hverjum aldursflokki stúlkna og pilta 11-16 ára. Allir krakkar 10 ára og yngri fá þátttökuverðlaun hlaupi þau að lágmarki tvö hlaup. Verðlaun verða afhent eftir að síðasta hlaupinu lýkur laugardaginn 20. september.

Nánari upplýsingar um hlaupið veitir frjálsíþróttadeild ÍR, irfrjalsar@gmail.com.

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Breiðholtsmílan – nýtt götu- og víðavangshlaup fyrir alla krakka og unglinga

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit