Meistaramót Íslands í 100 km hlaupi fór fram í fyrsta skipti sl. laugardag samhliða Rauðavatn Ultra.
Þar kom Arnar Pétursson (Breiðablik) langfyrstur í mark á glæsilegu nýju Íslandsmeti en hann kláraði kílómetrana 100 á 6:45:16 klst, sem er meðalhraði upp á 4:03 mín per kílómetra sem er enginn smá hraði í 100 km hlaupi. Virkilega vel gert hjá Arnari sem hlaut í þessu hlaupi sinn 71. Íslandsmeistaratitil, geri aðrir betur.
Íslandsmeistari kvennamegin var Erla Dögg Halldórsdóttir en hún kom í mark á 11:42:13 klst.
Við óskum þessum ofurhlaupurum, og öllum sem hlupu, innilega til hamingju með frábæran árangur.
Heildarúrslit Rauðvatn Ultra má sjá hér.
Hér má skoða myndir úr hlaupinu.