Meistaramót Íslands í eldri aldursflokkum fór fram um helgina og eins og vanalega var mikið stuð og stemming og stóðu keppendur sig með eindæmum vel. Virkilega gaman að sjá frjálsíþróttakempur sem mæta ár eftir ár á völlinn og eins þau nýju andlit sem mæta. Frjálsíþróttir eru nefnilega hið skemmtilegasta sport fyrir allan aldur.
Sett voru 16 aldursflokkamet á mótinu. Við óskum þessu íþróttafólki, sem og öllum keppendum, innilega til hamingju með árangurinn sinn.
Nafn | Flokkur | Grein |
Ívar Kristinn Jasonarson | 30-34 ára | 300 m grindahlaup |
Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir | 40-44 ára | Hástökk |
Þórunn Erlingsdóttir | 40-44 ára | Kúluvarp |
Lóðkast | ||
Auður Aðalbjarnardóttir | 45-49 ára | Spjótkast |
Ólafur Guðmundsson | 55-59 ára | Þrístökk |
Fríða Rún Þórðardóttir | 55-59 ára | 400 m hlaup |
800 m hlaup | ||
Agnar Steinarsson | 60-64 ára | Langstökk |
Anna Sofia Rappich | 60-64 ára | 100 m hlaup |
Langstökk | ||
Hafsteinn Óskarsson | 65-69 ára | 1500 m hlaup |
3000 m hlaup | ||
Jóhann Karlsson | 75-79 ára | 800 m hlaup |
1500 m hlaup | ||
3000 m hlaup |
Svo er gaman að segja frá því að fræga fólkið er farið að mæta á frjálsíþróttavöllinn til að keppa en meðal keppenda í ár voru tónlistarmaðurinn Stefán Jakobsson og leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson. Stefán er gamall frjálsíþróttamaður en hann keppti á árum áður fyrir HSÞ og gerir það enn, en um helgina keppti hann í 200 m hlaupi, 400 m hlaupi, 800 m hlaupi og langstökki. Þetta var hins vegar frumraun Þorvaldar Davíðs á frjálsíþróttavellinum en hann keppti í 3000 m hlaupi.
Svo mynduðu þeir félagar hina stórskemmtilegu boðhlaupssveit Fríða og dýrin ásamt Fríðu Rún Þórðardóttur og Stefáni Þór Stefánssyni en sú sveit sigraði 4×100 m boðhlaup blandaðra sveita.

Það var lið ÍR sem vann stigakeppni félagsliða en þau hlutu 204 stig. UFA var í öðru sæti með 195 stig og FH í því þriðja með 162 stig.
Það voru þau Fríða Rún Þórðardóttir og Agnar Steinarsson sem voru með stigahæstu afrek mótsins og óskum við þeim innilega til hamingju með það.


Heildarúrslitin má sjá hér.
Myndir frá mótinu má sjá hér.