Evrópumeistaramótið í eldri aldursflokkum hefst í Portúgal í vikunni – 10 íslenskir keppendur eru skráðir til leiks

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Evrópumeistaramótið í eldri aldursflokkum hefst í Portúgal í vikunni – 10 íslenskir keppendur eru skráðir til leiks

Það er góður hópur íslenskra frjálsíþróttakeppenda sem er á leiðinni til Portúgal að taka þátt í Evrópumeistaramótinu í eldri aldursflokkum sem fram fer í Madeira dagana 8.-19. október.

Það eru 10 Íslendingar skráðir til leiks á EM í mastersflokkum í ár.

Anna Sofia Rappich (UFA) keppir í 100 m hlaupi og langstökki.

Ágúst Bergur Kárason (UFA) keppir í 100 m hlaupi, 200 m hlaupi, 400 m hlaupi, 800 m hlaupi, langstökki og þrístökki.

Bergur Hallgrímsson (Breiðablik) keppir í 200 m hlaupi.

Fríða Rún Þórðardóttir (ÍR) keppir í 5000 m hlaupi, 10 km hlaupi og víðavangshlaupi.

Hafsteinn Óskarsson (ÍR) keppir í 800 m hlaupi og 1500 m hlaupi.

Helgi Hólm (Keflavík) keppir í hástökki, lóðkasti, kúluvarpi, sleggjukasti og kringlukasti.

Jóhann Karlsson keppir í 800 m hlaupi, 1500 m hlaupi og 5000 m hlaupi.

Jón Bjarni Bragason (Breiðablik) keppir í kastþraut (kúluvarp, spjótkast, kringlukast, sleggjukast og lóðkast).

Kristinn Guðmundsson (FH) keppir í 800 m hlaupi, 1500 m hlaupi og 5000 m hlaupi.

Sverrir Ólafsson keppir í hálfu maraþoni.

Heimasíðu mótsins má sjá hér.

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Evrópumeistaramótið í eldri aldursflokkum hefst í Portúgal í vikunni – 10 íslenskir keppendur eru skráðir til leiks

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit