45 km hlaupinu á HM í utanvegahlaupi í Canfranc er lokið – íslenska liðið stóð sig vel

Penni

2

min lestur

Fólk í frétt

Deila

45 km hlaupinu á HM í utanvegahlaupi í Canfranc er lokið – íslenska liðið stóð sig vel

Heimsmeistaramótið í utanvegahlaupum (World Mountain & Trail Running Championships) fer fram dagana 25.–28. september í Canfranc-Pirineos á Spáni. Þar mætast fremstu fjalla- og utanvegahlauparar heims og í ár sendir Ísland eitt sitt öflugasta lið til þessa.

Keppni í 45 km hlaupinu (e. short trail) fór fram í dag, 26. september, og þar áttum við Íslendingar sjö keppendur, sem stóðu sig með mikilli prýði.

  • Þorsteinn Roy Jóhannsson – 57. sæti á 5:37,23 klst.
  • Halldór Hermann Jónsson – 103. sæti á 6:06,13 klst.
  • Grétar Örn Guðmundsson – 115. sæti á 6:13,51 klst.
  • Stefán Pálsson – 138. sæti á 6:50,50 klst.
  • Anna Berglind Pálmadóttir – 67. sæti á 7:03,45 klst.
  • Íris Anna Skúladóttir – 72. sæti á 7:11,59 klst.
  • Elín Edda Sigurðardóttir – kláraði ekki keppni.

Um var að ræða mjög erfiða og krefjandi braut þar sem hækkunin var samtals 3657 m og til að undirstrika erfiðleika brautarinnar þá voru 198 karlar sem fóru af stað og 162 konur og það voru 27 karlar sem ekki kláruðu hlaupið og 40 konur sem ekki kláruðu.

Þannig að við getum ekki verið annað en verið mjög stolt af okkar frábæru hlaupurum sem kepptu í 45 km hlaupinu í dag.

Það er ekki aðeins keppt í einstaklingskeppni á HM í utanvegahlaupum heldur er einnig keppt í sveitakeppni. Það eru þrír sem mynda sveit og íslenska karlasveitin í dag lenti í 21. sæti af 35 löndum sem náðu að mynda sveit með þeim hlaupurum sem kláruðu. Þar sem ein okkar kvenna náði ekki að klára í dag þá komst íslenska kvennasveitin ekki á lista í sveitakeppninni.

Til hamingju með árangurinn frábæru hlauparar.

Hérna er hægt að skoða heildarúrslit hlaupsins í dag.

Í fyrramálið fer 82 km hlaupið (e. long trail) fram og þar keppa fimm Íslendingar, tveir karlar og þrjár konur.

  • Þorbergur Ingi Jónsson
  • Sigurjón Ernir Sturluson
  • Andrea Kolbeinsdóttir
  • Guðfinna Björnsdóttir
  • Elísa Kristinsdóttir

Þar sem það eru tveir karlar sem keppa á morgun þá taka þeir ekki þátt í sveitakeppninni en kvennasveitin á morgun er ansi sterk og verður mjög gaman að fylgjast með hlaupinu á morgun. Brautin á morgun er ekki síður krefjandi en brautin í dag og er hækkunin 5413 m.

Hérna er hægt að fylgjast með úrslitum 82 km hlaupsins.

Penni

2

min lestur

Fólk í frétt

Deila

45 km hlaupinu á HM í utanvegahlaupi í Canfranc er lokið – íslenska liðið stóð sig vel

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit