ÍR-ingar Íslandsmeistarar félagsliða sumarið 2025

Penni

3

min lestur

Fólk í frétt

Deila

ÍR-ingar Íslandsmeistarar félagsliða sumarið 2025

Um helgina fór Meistaramót Íslands fram á Selfossi og þar var okkar allra fremsta frjálsíþróttafólk meðal keppenda.

Mótið hófst á föstudaginn og hélt áfram í gær og hefur árangurinn verið mjög flottur. Mótið hélt áfram í dag og var keppt til úrslita í 14 greinum.

Gunnar Eyjólfsson (FH) vann stangarstökk karla en hann stökk 4,45 m. Annar var Grétar Björn Unnsteinsson (Fjölnir) sem einnig stökk 4,45 m og jafnir í þriðja sæti voru Karl Sören Theódórsson (Ármann) og Sindri Magnússon (Breiðablik) en þeir stukku 4,25 m.

Irma Gunnarsdóttir (FH) vann þrístökk kvenna en hún stökk 13,24 m. Önnur var Anna Metta Óskarsdóttir (HSK/Selfoss) sem stökk 11,55 m og þriðja var Katrín Marey Magnúsdóttir (ÍR) en hún stökk 11,46 m.

Ísold Sævarsdóttir (FH) kom fyrst í mark í 100 m grindahlaupi kvenna á 14,21 sek, sem er persónuleg bæting um 10 sekúndubrot. Önnur var María Rún Gunnlaugsdóttir (ÍR) á 14,43 sek og þriðja var Súsanna Guðlaug Halldórsdóttir (UMSS) á 16,55 sek.

Í 110 m grindahlaupi karla kom Ívar Kristinn Jasonarson (ÍR) fyrstur í mark á 15,27 sek og annar var Ívar Ylur Birkisson (HSK/Selfoss) á 15,31 sek.

Það var Sigursteinn Ásgeirsson (ÍR) sem kastaði lengst í kúluvarpi karla en lengsta kast hans í dag var 16,49 m. Annar, á persónulegu meti með 7 kg kúlunni, var Benedikt Gunnar Jónsson (ÍR) en hann kastaði 13,88 m og þriðji var Mímir Sigurðsson (FH) sem kastaði 12,89 m.

Íris Dóra Snorradóttir (FH) kom fyrst í mark í 5000 m hlaupi kvenna á 17:57,70 mín., önnur var Íris Anna Skúladóttir (FH) á 17:59,23 mín og þriðja var Iðunn Björg Arnaldsdóttir (ÍR) á 18:36,94 mín.

Arnar Pétursson (Breiðablik) kom fyrstur í mark í 5000 m hlaupi karla á 16:06,16 mín. eftir hörkuspennandi lokametra en hann var aðeins 7 sekúndubrotum á undan Jökli Bjarkasyni sem kom annar í mark á 16:06,23 mín og þriðji var Stefán Kári Smárason (FH) á 16:13,24 mín.

Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR) kastaði lengst í kúluvarpi kvenna en lengsta kast hennar í dag var 17,09 m. Önnur var Irma Gunnarsdóttir (ÍR) með kast upp á 13,21 m og þriðja var Katharina Ósk Emilsdóttir (ÍR) sem kastaði 12,95 m.

Guðjón Dunbar D. Þorsteinsson (Fjölnir) stökk lengst allra í þrístökki karla eða 14,50 m. Annar var Þórarinn Bjarki Sveinsson (FH) sem stökk 12,81 m og Egill Atlason Waagfjörð (Katla) varð þriðji með stökk upp á 12,72 m.

Guðni Valur Guðnason (ÍR) vann kringlukast karla með kasti upp á 56,16 m. Annar var Mímir Sigurðsson (FH) en hann kastaði 51,83 m og þriðji var Hjálmar Vilhelm Rúnarsson (HSK/Selfoss) sem kastaði 42,95 m, sem er persónuleg bæting með 2 kg kringlunni.

Í 200 m hlaupi karla kom Sæmundur Ólafsson (ÍR) fyrstur í mark á 22,26 sek. Annar, á nýju persónulegu meti, var Ingvar Elíasson (ÍR) á 22,57 sek og þriðji í mark var Kjartan Óli Bjarnason (Fjölnir) á 22,66 sek.

Í 200 m hlaupi kvenna kom Eir Chang Hlésdóttir (ÍR) fyrst í mark á 24,74 sek. Önnur var Ingibjörg Sigurðardóttir (ÍR) á 25,79 sek og þriðja í mark var Lena Rún Aronsdóttir (FH) á 26,28 sek.

Í 4×400 m boðhlaupi kvenna kom sveit ÍR-A fyrst í mark á 4:04,87 mín. Önnur var sveit Fjölnis á 4:15,28 mín og þriðja var sveit ÍR-B á 4:40,95 mín.

Í 4×400 m boðhlaupi karla kom sveit ÍR-A fyrst í mark á 3:26,29 mín. Önnur var sveit Fjölnis á 3:35,58 mín og þriðja var sveit ÍR-B á 3:50,31 mín.

Það eru ÍR-ingar sem eru Íslandsmeistarar félagsliða sumarið 2025 en þau hlutu 83,5 stig. Í 2. sæti varð lið FH með 55,5 stig og í 3. sæti varð lið Fjölnis með 28 stig.

Virkilega flott meistaramótshelgi að baki þar sem íslenskt frjálsíþróttafólk sýndi sannarlega hvað í þeim býr með frábærum árangri.

Til hamingju öllsömul með ykkar árangur og sérstakar hamingjuóskir til ÍR-inga með Íslandsmeistaratitilinn.

Heildarúrslit mótsins má sjá hér.

Myndir frá helginni má sjá hér.

Penni

3

min lestur

Fólk í frétt

Deila

ÍR-ingar Íslandsmeistarar félagsliða sumarið 2025

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit