Meistaramótsþrenna helgarinnar hófst í morgun á MÍ í 10.000 m hlaupi.
Konurnar hófu keppni og þar var aðeins ein kona skráð, Íris Dóra Snorradóttir. Íris Dóra hljóp virkilega vel og kom í mark á 36:28,00 mín sem er persónuleg bæting um fimm sekúndur. Frábært hjá Írisi Dóru að ná að bæta tímann sinn hlaupandi ein allan tímann. Við óskum Írisi Dóru innilega til hamingju með árangurinn sinn.

Hlaupið karlamegin var virkilega skemmtilegt enda voru mættir á brautina nokkrir af okkar hröðustu 10 km hlaupurum. Hlynur Andrésson, Íslandsmethafi í greininni, kom fyrstur í mark á 29:51,01 mín. Þessi tími Hlyns er glæsilegt nýtt mótsmet en eldra mótsmet var orðið 40 ára gamalt, frá árinu 1985, og var 30:50,8 mín. Vel gert hjá Hlyni. Annar var Stefán Kári Smárason en hann kom í mark á 31:51,98 mín sem er bæting um hvorki meira né minna en hálfa mínútu. Þriðji í mark var Stefán Pálsson á 33:05,55 mín, en þetta er hans fyrsta keppnishlaup í 10.000 m hlaupi á braut. Helgi Sigurðsson bætti aldursflokkametið í greininni í flokki 60-64 ára um næstum því þrjár mínútur þegar hann kom í mark á 40:12,55 mín, virkilega vel gert hjá Helga.


Það var svakalega skemmtilegt að fylgjast með Meistaramóti Íslands í 10.000 m hlaupi í ár og gaman að sjá fjöldann sem kíkti á ÍR-völlinn í morgun til að fylgjast með og hvetja áfram þetta frábæra íþróttafólk. Greinilegt að hlaupasamfélagið er farið að veita brautarhlaupum meiri áhuga, sem er gaman að sjá.
Óskum öllum keppendum til hamingju með árangurinn sinn.
Heildarúrslit mótsins má sjá hér.