Meistaramótsþrenna fer fram á ÍR-vellinum um helgina – MÍ í 10.000 m hlaupi, fjölþrautum og í eldri aldursflokkum

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Meistaramótsþrenna fer fram á ÍR-vellinum um helgina – MÍ í 10.000 m hlaupi, fjölþrautum og í eldri aldursflokkum

Um helgina, 16.–17. ágúst, fer hin árlega Meistaramótsþrenna fram á ÍR-vellinum í Reykjavík. Þar verður keppt á þremur mótum: Meistaramóti Íslands í fjölþrautum, Meistaramóti Íslands í 10.000 m hlaupi og Meistaramóti Íslands í eldri aldursflokkum.

Í sjöþrautinni verður Ísold Sævarsdóttir á meðal þátttakenda, en hún er nýkomin heim af Evrópumeistaramóti U20 þar sem hún keppti einmitt í sjöþraut. Ísold er margfaldur Íslandsmeistari í fjölþrautum í yngri aldursflokkum og keppir nú í flokki 18–19 ára.

Í 10.000 m hlaupi karla eru skráðir nokkrir af fremstu langhlaupurum landsins, þar á meðal Hlynur Andrésson, Íslandsmethafi í greininni en hann á einnig Íslandsmetin í maraþoni og hálfu maraþoni. Með honum á brautinni verður meðal annarra Arnar Pétursson, nýkrýndur Íslandsmeistari og Íslandsmethafi í 100 km hlaupi. Það stefnir í afar spennandi keppni í 10.000 m hlaupinu – ekki síst þar sem átta karlmenn eru skráðir til leiks, sem er fjórföld aukning frá síðasta ári.

Á Meistaramóti Íslands í eldri aldursflokkum má finna margar kempur frjálsíþróttanna, þar á meðal Fríðu Rún Þórðardóttur og Hafstein Óskarsson, sem voru valin masters-frjálsíþróttafólk ársins 2024. Að loknu mótinu munu margir þátttakendur hefja lokaundirbúning fyrir Evrópumeistaramót eldri aldursflokka utanhúss, sem fer fram á Madeira í Portúgal dagana 9.–28. október.

Skráning í MÍ í 10.000 m hlaupi er enn þá opin og fer hún fram hér.

Sama á við um skráningu á MÍ í eldri aldursflokkum og fer sú skráning fram hér.

Tímaseðil MÍ í fjölþraut má skoða hér.

Hér má sjá tímaseðil MÍ í eldri aldursflokkum.

Hér er tímaseðillinn fyrir MÍ í 10.000 m hlaupi.

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Meistaramótsþrenna fer fram á ÍR-vellinum um helgina – MÍ í 10.000 m hlaupi, fjölþrautum og í eldri aldursflokkum

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit