Eir áfram í undanúrslit í 200 m hlaupi á EM U20. Markmið morgundagsins er skýrt: „Að komast í úrslit“

Mynd frá Mörtu Siljudóttur

Penni

2

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Eir áfram í undanúrslit í 200 m hlaupi á EM U20. Markmið morgundagsins er skýrt: „Að komast í úrslit“

Eir Chang Hlésdóttir hljóp í undanriðlum 200 m hlaupsins á EM U20 í morgun og hljóp þar hið fínasta hlaup. Hún var í fimmta riðli og kom þriðja í mark þar á tímanum 24,09 sek. Sá tími var áttundi besti tíminn inn í undanúrslitin sem er auðvitað alveg frábært hjá henni Eir!

Við heyrðum aðeins í henni eftir hlaupið og spurðum hvernig henni liði vitandi að hún væri komin í undanúrslit.

„Mér líður ótrúlega vel að vera komin í undanúrslit og hlakka til að hlaupa annað hlaup á morgun.“

Spurð út í hlaup dagsins var hún ekkert allt of ánægð með hlaupið og segist eiga nóg inni fyrir morgundaginn.

„Þetta var ekki mjög gott hlaup en samt nógu gott til að koma mér í undanúrslit sem er það sem skipti máli í dag. Ég á allavega nóg inni fyrir morgundaginn“.

Og markmiðið á morgun er mjög skýrt hjá henni Eir.

„Að komast í úrslit!“

Það var gaman að heyra í Eir eftir hlaupið í dag og augljóst að hún er mjög spennt fyrir næsta hlaupi á morgun.

Eir hleypur í fyrsta riðli undanúrslitanna og fer hann af stað klukkan 14:20 að staðartíma, sem er klukkan 11:20 að íslenskum tíma.

Startlista og úrslit má sjá hér.

Hér er svo hægt að fylgjast með lifandi streymi af mótinu.

Penni

2

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Eir áfram í undanúrslit í 200 m hlaupi á EM U20. Markmið morgundagsins er skýrt: „Að komast í úrslit“

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit