Eir aðeins nokkrum sætum frá því að komast í undanúrslit í 100 m hlaupinu á EM U20

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Eir aðeins nokkrum sætum frá því að komast í undanúrslit í 100 m hlaupinu á EM U20

Evrópumeistaramót U20 hófst í morgun í Tampere í Finnlandi en þær eigum við tvo flotta keppendur, Eir Chang Hlésdóttur og Ísold Sævarsdóttur.

Eir hóf keppni í morgun þegar undanriðlar 100 m hlaupsins fóru fram. Eir hljóp í sjötta og síðasta riðli og var sjötta í mark í þeim riðli á tímanum 12,06 sek. Í heildina lenti hún í 27. sæti og því aðeins örfáum sætum frá því að komast í undanúrslit, en það voru 24 sem komast áfram í þau.

Flott hlaup hjá Eir og eins og kom fram í spjalli okkar við hana fyrir mót þá finnst henni frábært að hlaupa 100 m hlaupið sem góðan undirbúning fyrir keppnina í 200 m hlaupinu. Eir hefur sannarlega verið að standa sig vel í 200 m hlaupi síðastliðna mánuði og verður virkilega gaman að fylgjast með henni í undanriðlunum í fyrramálið.

Eir er í fimmta riðli í undanriðlunum á morgun og hann á að fara af stað klukkan 12:32 á staðartíma (9:32 á íslenskum tíma).

Hér má skoða startlista og úrslit mótsins.

Hér er hægt að fylgjast með lifandi streymi af mótinu.

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Eir aðeins nokkrum sætum frá því að komast í undanúrslit í 100 m hlaupinu á EM U20

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit