Eir hefur keppni á EM U20 á morgun: „Mjög spennt og peppuð fyrir þessu“

Penni

2

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Eir hefur keppni á EM U20 á morgun: „Mjög spennt og peppuð fyrir þessu“

Eir Chang Hlésdóttir er á leið á sitt fyrsta Evrópumeistaramót U20 og keppir þar bæði í 100 m og 200 m hlaupi. Við tókum stöðuna á henni rétt fyrir mótið og ræddum m.a. líðan hennar fyrir mót, markmið og ráð til ungs íþróttafólks sem vill ná langt í sinni íþrótt.

Nú ert þú að fara að keppa á Evrópumeistaramóti U20 í fyrsta skipti – hvernig líður þér svona rétt fyrir mót?
„Mér líður bara mjög vel. Ég er mjög spennt og peppuð fyrir þessu.“

Hvernig hefur undirbúningur fyrir mótið gengið?
„Undirbúningurinn hefur gengið mjög vel. Ég er búin að vera að passa upp á að borða nóg og mæta á allar æfingar. Þannig að það á allt að vera í góðum málum.“

Þú keppir bæði í 100 m og 200 m – hvernig er að keppa í þeim greinum saman?
„Mér finnst það mjög gott. Það er mjög gott að taka 100 m hlaupið fyrst, það er mjög góður undirbúningur fyrir keppnina í 200 m hlaupinu.“

Þú hefur verið að bæta þig mikið undanfarið – hvernig metur þú möguleikana þína á mótinu?
„Ég ætti að geta komist í úrslit – vonandi.“

Ertu með einhver markmið sem þú vilt deila með okkur?
„Markmiðið er að bæta mig – og auðvitað alltaf að reyna að vinna.“

Ertu með eitthvað lag sem þú hlustar á á repeat þegar þú ert að koma þér í gírinn?
„Nei, ég hlusta aldrei á neitt þegar ég er að hita upp. Ég reyni að forðast það – ég er bara in the moment.“

Hefur þú einhver skilaboð til ungs íþróttafólks sem langar einn daginn að vera í þínum sporum og keppa fyrir Íslands hönd á alþjóðlegu móti?
„Já, bara mætið á æfingar og hafið gaman!“

Sjá má viðtalið við Eir hér.

Við óskum Eir innilega góðs gengis á mótinu og hlökkum til að fylgjast með henni á brautinni!

Eir hefur sína keppni í undanriðlum 100 m hlaupsins á morgun og er þar í sjötta riðli sem fer af stað 12:30 að staðartíma (9:30 að íslenskum tíma).

Penni

2

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Eir hefur keppni á EM U20 á morgun: „Mjög spennt og peppuð fyrir þessu“

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit