Laugardaginn 9. ágúst nk. fer Meistaramót Íslands í 100 km hlaupi fram í fyrsta sinn við Rauðavatn í Reykjavík, samhliða nýju hlaupi sem nefnist Rauðavatn Ultra. Um er að ræða hlaup þar sem hlaupið er í kringum Rauðavatnið, 3,14 km hringur, og hlaupnir 32 hringir þar til komnir eru 100 km. Brautin liggur að stærstum hluta eftir malbiki en er um 10% utanvegar.
100 km hlaupið í Rauðavatn Ultra er FRÍ-vottað hlaup og Meistaramót Íslands í 100 km vegalengdinni fer fram sem hluti af viðburðinum. Öll þátttaka fer fram í samræmi við reglur FRÍ um Íslandsmeistaramót í götuhlaupum. Þátttakendur í 100 km hlaupi þurfa að ljúka vegalengdinni innan 15 klukkustunda og verður ræsing kl. 09:00 um morguninn.
Athugið að einungis íslenskur ríkisborgari skráður í aðildarfélag FRÍ getur orðið Íslandsmeistari og átt tilkall til verðlauna. Einnig er gerð krafa um félagsbúning fyrir alla sem vilja keppa um Íslandsmeistaratitil í sínum aldursflokki.
Allar nánari upplýsingar og skráning er inni á netskraning.is.
Hvetjum alla ultra hlaupara til að skrá þig í þetta fyrsta Meistaramót Íslands í 100 km hlaupi.